Miðaldafræði

Miðaldafræði er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um evrópskar miðaldir eða tímabilið frá því um 500 til 1500. Miðaldafræðingar reyna að varpa ljósi á þetta tímabil með því að virkja eftirtaldar fræðigreinar: Sagnfræði, fornleifafræði, textafræði, bókmenntafræði, heimspeki, guðfræði, listfræði, málvísindi og fleiri.

Bók í miðaldastíl, gefin út af William Morris.

Miðaldafræðingar hafa skapað sér vettvang í fræðafélögum og útgáfu tímarita. Í Þýskalandi gefa þeir til dæmis út tímaritið Das Mittelalter.

Heimspekideild Háskóla Íslands býður upp á nám í miðaldafræðum.

Miðaldir í listumBreyta

Menning miðalda hefur orðið mörgum listamönnum aflvaki til listsköpunar. Má þar til dæmis nefna William Morris sem sótti til miðalda hugmyndir að listaverkum og bókmenntaverkum. Einnig sótti rómantíska stefnan viðfangsefni og hugmyndir til miðalda.

Tengt efni og tenglarBreyta

HeimildirBreyta

TenglarBreyta