Hótel Saga eða Radisson Blu Saga Hotel er hótel í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hótelið er í eigu Bændasamtakanna en framkvæmdir hófust við byggingu þess árið 1956. Það var tekið í notkun árið 1962. Viðbygging var byggð norðan við húsið og lauk framkvæmdum 1985. Á Hótel Sögu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Súlnasalur þeirra stærstur.

Skrifstofur Bændasamtakanna eru á þriðju hæð hótelsins. Veitingastaðurinn Grillið er efst. Einnig eru meðal annars starfrækt í húsinu rakari, barir, hárgreiðslustofa, líkamsræktarsalur, bankaútibú og ráðstefnudeild. [1]

Ýmsir þjóðhöfðingjar og þekktir tónlistarmenn hafa dvalið á hótelinu.

Árið 2018 var opnað þar pósthús á neðstu hæð sem þjónar 101, 107 og 170 hverfum ( og kom í stað pósthúsa við Pósthússtræti og Eiðistorg).

TilvísanirBreyta

  1. Hótel saga Bændasamtök Íslands, skoðað 24. okt, 2018.