Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson (f. 19. maí 1960)[1] er rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann.[2] Rannsóknasvið Jóns Atla eru fjarkönnun, myndgreining, mynsturgreining, vélrænt nám, gagnabræðsla, greining lífeðlisfræðilegra merkja og merkjafræði. Hann hefur birt yfir 400 vísindagreinar á þessum sviðum[3] og er meðal áhrifamestu vísindamanna í heimi skv. lista Publons fyrir árin 2018 og 2019.[4][5]
Jón Atli Benediktsson | |
---|---|
Fæddur | 19. maí 1960 |
Störf | Rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann |
Námsferill
breytaJón Atli lauk doktorsprófi (PhD) í rafmagnsverkfræði frá Purdue University, West Lafayette, Indiana, 1990. Heiti doktorsritgerðar er ,,Statistical Methods and Neural Network Approaches for Classification of Data from Multiple Sources“.[6] Við Purdue hlaut Jón Atli Stevan J. Kristof Award fyrir að vera framúrskarandi framhaldsnemi í fjarkönnun (1991). Jón Atli lauk MSEE prófi í rafmagnsverkfræði frá Purdue 1987. Heiti MSEE ritgerðarinn er Methods for Multisource Data Analysis in Remote Sensing.[7] Jón Atli lauk lokaprófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1984. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980 þar sem hann var í ræðuliði skólans og forseti Vísindafélags Framtíðarinnar.[8] Áður hafði hann stundað nám við Vörðuskóla (landspróf), Hlíðaskóla, Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands og Ísaksskóla.
Við Purdue (1986-1990) var Jón Atli aðstoðarmaður við rannsóknir hjá School of Electrical Engineering og Laboratory for Application of Remote Sensing (LARS). Að loknu doktorsnámi starfaði Jón Atli sem nýdoktor við Purdue um hálfsárs skeið. Áður en hann hélt til framhaldsnáms var hann starfsmaður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands og stundakennari við Háskóla Íslands 1984-85.[7]
Starfsferill
breytaJón Atli hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1991, fyrst sem lektor í rafmagnsverkfræði (1991-1994), dósent í rafmagnsverkfræði (1994-1996) og sem prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði frá 1996. Á þessum árum kenndi hann fjölda námskeiða, þ.á m. í merkjafræði, líkindafræði, greiningu rása, mjúkum reikniaðferðum og fjarkönnun. Níu doktorsnemar hafa lokið doktorsprófi frá Háskóla Íslands undir leiðsögn Jóns Atla.[7]
Jón Atli var aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands frá febrúar 2009 til júli 2015. Hann var þróunarstjóri og aðstoðarmaður rektors við Háskóla Íslands, 2006-2009.[7]
Jón Atli hefur verið mjög virkur í alþjóðastarfi og kennt víða um lönd. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við fjölda háskóla ásamt því að vera andmælandi víða og sitja í mörgum doktorsnefndum. Hann var gistiprófessor við University of Trento, Ítalíu, 2002-2015. Gistiprófessor við Kingston University, Kingston Upon Thames, U.K. 2000 – 2003. Jón Atli kenndi námskeið við Jilin háskóla Í Changchun, Kína árið 2007. Hann dvaldi við rannsóknir hjá Joint Research Centre (JRC), European Commission, Ispra, Ítalíu, apríl-júlí 1998. Jafnframt dvaldi Jón Atli við rannsóknir við DTU, Lyngby, Danmörku, jan.-mars 1998 og við Purdue University, W. Lafayette, Indiana, BNA, jan. – ágúst 1995. Jón Atli var Fellow, Australian Defence Force Academy (ADFA), University of New South Wales, August 1997.[7] Jón Atli var meðlimur í Ad Hoc Graduate Faculty, University of Louisville, Louisville, nóv. 2005 -2009. Jón Atli var fyrsti stjórnarformaður orkufyrirtækisins Metans hf. á árunum 1999 – 2004.[7][9]
Félagsstörf
breytaJón Atli var árið 1996, kjörinn formaður í “Technical Committee on Data Fusion” sem er starfrækt af IEEE Geoscience and Remote Sensing Society. Hann var endurkjörinn formaður árin 1997 og 1998. Á árinu 1999 var hann kjörinn til setu í Administrative Committee (AdCom) IEEE Geoscience and Remote Sensing Society (GRSS) og sat. í AdCom til ársins 2014.[10] Innan GRSS sinnti Jón Atli ýmsum verkefnum og var Vice President of Technical Activites (2002) og Vice President of Professional Activities (2008-2009). Jón Atli var kjörinn Executive Vice President árið 2010 og forseti IEEE Geoscience and Remote 2011-2012.[11]
Hann var aðalskipuleggjandi að stofnun IEEE á Íslandi árið 2000 og var formaður félagsins 2000-2003.[7] Áður hafði Jón Atli verið fyrsti ,,Student Branch Councellor” þegar IEEE stúdentafélag var stofnað við Háskóla Íslands 1994.
Ritstjórnarstörf
breytaJón Atli hefur verið virkur í ritstjórnum vísindatímarita. Hann var aðalritstjóri (Editor in Chief) IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing, frá 2003–2008. Hefur verið meðritstjóri tímaritsins frá 1999.[12] Var í ritstjórn Proceedings of IEEE, 2014-2019. Er meðritstjóri (Associate Editor), IEEE Access frá 2013. Er meðritstjóri IEEE Geoscience and Remote Sensing Letters, frá 2003.[7] Hefur verið í alþjóðlegri ritstjórn International Journal of Image and Data Fusion frá 2009.[13] Var formaður stjórnunarnefndar IEEE Journal of Selected Topics in Applied Earth Observation 2007-2010. Er í ritstjórn Remote Sensing frá 2015.[14] Er í IEEE Press Editorial Board frá 2020.
Viðurkenningar
breytaJón Atli var kjörinn Fellow of the IEEE[15] (Institute of Electrical and Electronics Engineers), 2004 ,,For contributions to pattern recognition and data fusion in remote sensing”. Hann var einnig kjörinn Fellow of SPIE[16] (International Society for Photonics and Optices) 2013 “For achievements in multi-temporal and hyperspectral remote sensing”[17] og kjörinn meðlimur Academiae Europea 2019.[18] Jón Atli hlaut á árinu 2018 IEEE GRSS David Landgrebe Award 2018 fyrir einstakt framlag til myndgreiningar á fjarkönnunargögnum.[19] Fyrir árin 2016-2017 hlaut hann Best Paper Award frá International Journal of Image and Data Fusion ásamt J. Senthilnath, Deepak Kumar og Xiaoyang Zhang fyrir greinina “A novel hierarchical clustering technique based on splitting and merging.”[20] Á árinu 2016 hlaut Jón Atli Outstanding Electrical and Computer Engineer (OECE) Award - School of Electrical and Computer Engineering, Purdue University.[21] Fyrir árin 2012-2013 hlaut hann Best Paper Award frá International Journal of Image and Data Fusion ásamt P.R. Marpu, M. Pedergnana, M. Dalla Mura, S. Peeters og L. Bruzzone fyrir greinina “Classification of hyperspectral data using extended attribute profiles based on supervised and unsupervised feature extraction techniques.”[20]
Jón Atli var útnefndur Rafmangsverkfræðingur ársins 2013 af IEEE og Verkfræðingafélagi Íslands.[22] Hann hlaut 2013 IEEE Geoscience and Remote Sensing Society’s Highest Impact Paper Award ásamt Mathieu Fauvel, Jocelyn Chanussot og Jóhannesi R. Sveinssyni fyrir greinina “Spectral and Spatial Classification of Hyperspectral Data Using SVMs and Morphological Profiles.”[23] Einnig hlaut hann Best Paper Award, IEEE Trans. on Geoscience and Remote Sensing 2011 ásamt Villa, Chanussot og Jutten fyrir greinina „Hyperspectral Image Classification With Independent Component Discriminant Analysis.“ [24] Hlaut Best Paper Award - Novel Engineering Applications á ráðstefnunni ANNIE ´95 í St. Louis, MO.[25]
Jón Atli hlaut rannsóknarviðurkenningu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands, í nóvember 2006. Han fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni Upp úr skúffunum 2004 (ásamt Einari Stefánssyni og Þór Eysteinssyni).[26] Hlaut hvatningaverðlaun Rannsóknaráðs Íslands 1997.[19] Einnig hlaut Jón Atli IEEE Third Millennium Medal ,,in recognition and appreciation of valued services and outstanding contributions,” afhent í Hawaii, 27. júlí 2000.[27]
Jón Atli hlaut “Outstanding Service Award” frá IEEE Geoscience and Remote Sensing Society, júlí 2007. Einng fékk hann viðurkenningu frá IEEE Geoscience Remote Sensing Society, fyrir ,,truly exceptional leadership and guidance, as Chairperson of the Data Fusion Technical Committee during the three years 1996-1999”, afhent í Hawaii, 27. júlí 2000.[27] Jón Atli viðurkenningu IEEE fyrir stofnun Íslandsdeildar IEEE árið 2000.[7]
Fjölskylda
breytaJón Atli er sonur Katrínar Jónsdóttur og Benedikts Hans Alfonssonar.[1] Hann er kvæntur Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þau eiga tvo syni, Benedikt Atla, rafmagnsverkfræðing og tölvunarfræðing og Friðrik, nemanda í Verzlunarskóla Íslands.[28]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Mbl. (1991, 11. janúar). Doktor í rafmagnsverkfræði“. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Háskóli Íslands. Rektor. Dr. Jón Atli Benediktsson. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Google Scholar. Jón Atli Benediktsson.
- ↑ Publons. Jón Atli Benediktsson. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Mbl.is. (2019, 21. nóvember). Jón Atli og Kári í hópi áhrifamestu vísindamanna. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Jón Atli Benediktsson. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 7,7 7,8 „Háskóli Íslands. Jón Atli Benediktsson. Ferilskrá“. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 5. janúar). Nærmynd af Jóni Atla: Forfallinn fótboltaaðdáandi og sem hlustar á pönk og rokk. Fréttablaðið. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Kári Finnsson. (2015, 3. maí). 24 ár hjá Háskólanum. Jón Atli, nýkjörinn rektor, á langan feril í akademíunni að baki og utan vinnu sinnir hann áhuga sínum á tónlist og knattspyrnu. Viðskiptablaðið. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Academia Europe. The Academy of Europe. Jon Atli Benediktsson. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ IEEE. Jón Atli Benediktsson. GRSS President 2011-2012 Geymt 15 febrúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ IEEE. TGRS Associate Editors Geymt 15 febrúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ International Journal of Image and Data Fusion. Editorial Board. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Remote Sensing. Editorial Board. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ IEEE. About the IEEE fellow program. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ SPIE. Fellows Nomination Criteria. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ SPIE. Complete list of SPIE fellows. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Academiae Europea. Sótt 23. febrúar 2020.
- ↑ 19,0 19,1 „Eyjan. (2018, 20. ágúst). Rektor Háskóla Íslands verðlaunaður fyrir "framúrskarandi framlag sitt til rannsókna á sviði fjarkönnunar"“. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ 20,0 20,1 „Best Paper Award. International Journal of Image and Data Fusion“. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ University of Iceland. (2016). Rector receives recognition from Purdue University. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Mbl.is. (2013, 30. maí). Jón Atli rafmagnsverkfræðingur ársins. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Mathieu Fauvel, Jocelyn Chanussot, Jón Atli Benediktsson og Jóhannesi R. Sveinssyni, “Spectral and Spatial Classification of Hyperspectral Data Using SVMs and Morphological Profiles,” IEEE Trans. on Geoscience and Remote Sensing, vol. 46, no. 11, pp. 3804-3814, Nov. 2008.
- ↑ A. Villa, J.A. Benediktsson, J. Chanussot and C. Jutten, „Hyperspectral Image Classification With Independent Component Discriminant Analysis,“ IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing, 2011, Volume: 49 , Issue: 12 , Part: 1, Pages: 4865 - 4876.
- ↑ Missouri University of Science and Technology. Previous ANNIE Conferences 1991-2010. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Upp úr skúffunum 2004. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ 27,0 27,1 „Academia Europe. The Academy of Europe. Jon Atli Benediktsson“. Sótt 14. febrúar 2020.
- ↑ Háskóli Íslands. (2015). Hver er Jón Atli Benediktsson? Sótt 14. febrúar 2020.