Norræna eldfjallasetrið

Norræna eldfjallasetrið (NORDVULK) er norræn rannsóknarstofnun sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er staðsett í Reykjavík en er aðallega fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Setrið hét áður Norræna eldfjallastöðin en við skipulagsbreytingar 2004 var nafninu breytt. Norræna eldfjallasetrið rekur uppruna sinn til ársins 1974 og gefur norrænum jarðvísindamönnum tækifæri til rannsókna á eldfjallafræði, jarðskorpuferli og öðrum fyrirbærum sem eru sérstaklega virk á Íslandssvæðinu.

Fimm stöður eru veittar við setrið fyrir unga norræna vísindamenn til eins árs í senn. Norræn verkefnanefnd, skipuð einum fulltrúa fá hverju norrænu landanna, hefur ráðgefandi hlutverk með hinu norræna samstarfi setursins.

Tenglar

breyta