Ketsjúa

(Endurbeint frá Quechua)

Ketsjúa er suður-amerískt frumbyggjamál talað af um 10 milljón manns í Perú, Ekvador og Bólivíu. Er líklega það lifandi ameríska frumbyggjamál sem sér flesta á mælendur. Flokkast það til andes-miðbaugsmála. Mállýskur eru um 20-30.

Talið er að fram til miðrar 15. aldar hafi ketsjúa aðeins verið talað á litlu svæði á suður-hálendi Perú en breiðst hratt út við útþenslu Inkaríkisins. Þegar Pizarro leggur undir sig Inkaríkið 1533 voru ketsjúa-mállýskur talaðar um endilanga vesturströnd Suður Ameríku, frá sunnanverðri Kólumbíu til miðhluta Chile og til austurs að mörkum Amazon.


  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.