Gvaraní (tungumál)

(Endurbeint frá Guaraní)

Gvaraní er ameríst frumbyggjamál sem telst til andes-miðbaugsmála. Það er talað af þrem milljónum í Paragvæ þar sem það er opinbert mál ásamt spænsku. Einnig talað í nálægum héruðum í Brasilíu. Gvaraní er nú meirihlutamál í Paragvæ og er eina frumbyggjamálið sem hefur náð þeirri stöðu. Það er þegar töluvert notað sem ritmál. Eitt af sérkennum ritmálsins er gé með tildu eða bogstriki yfir: G̃/g̃. Málið er svonefnt viðskeytamál eða aglútínatíft mál. Engin málfræðileg kyn eru og engin tiltekin greinir, að minsta kosti ekki í hreinu formi túngumálsins, nema í vissum mállýskum þar sem fyrir spænsk áhrif er la (et.) og lo (flt.) notað. Tvær gerðir af persónufornafni fyrstu persónu fleirtölu eftir því hvort viðmælandinn er þar innifalinn. Persónufornafn fyrstu persónu eintölu: Che (væntanlega borið fram tje)

Persónufornafn fyrstu persónu fleirtölu inklúderandi viðmælandann: ñande

Persónufornafn fyrstu persónu fleirtölu útilokandi viðmælandann: ore

Í ensku er að finna örfá orð upprunin í gvaraní (eða hugsanlega hinu skilda og útdauða túpí-máli) og hafa þau komist í málið gegnum portúgölsku: jaguar, piranha, tapir, agouti. Ennfremur eru landanöfnin 'Paragvæ' og 'Úrúgvæ' upprunin í gvaraní.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.