Fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum þann 30. nóvember 2017. Hún samanstóð af Sjálfstæðisflokknum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Framsóknarflokknum. Í ríkisstjórninni voru11 ráðherrar sem skiptust þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fimm ráðherra, Vinstrihreyfingin - grænt framboð þrjá og Framsóknarflokkurinn þrjá. Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu meirihluta á Alþingi með 33 þingmenn. Í upphafi kjörtímabilsins höfðu flokkarnir 35 þingmenn, en síðar sögðu tveir þingmenn sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna: Andrés Ingi Jónsson haustið 2019[1] og Rósa Björk Brynjólfsdóttir haustið 2020.[2] Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember 2020 og Andrés Ingi gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021.[3]

Einn utanþingsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sat í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.

Breytingar urðu í ráðuneytinu 14. mars 2019 eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt íslenska ríkið brotlegt í skipun dómara í Landsrétti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók þá við embættinu tímabundið[4] en þann 6. september sama ár var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipuð í embætti dómsmálaráðherra, næstyngst allra ráðherra í sögu Íslands.[5]

Mynd Nafn[6] Ráðherra Ráðuneyti Flokkur
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra Forsætisráðuneyti Íslands V
Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands D
Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra Velferðarráðuneyti Íslands V
Ásmundur Einar Daðason Félags- og jafnréttismálaráðherra B
Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands D
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra D
Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands B
Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra Utanríkisráðuneyti Íslands D
Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Íslands B
Sigríður Á. Andersen (þar til 13. mars 2019) Dómsmálaráðherra Dómsmálaráðuneyti Íslands D
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (14. mars 2019 - 5. september 2019)[7] D
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (frá 6. september 2019)[8] D
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Íslands V
Steingrímur Jóhann Sigfússon Forseti Alþingis Alþingi V


Tilvísanir

breyta
  1. „Andrés segir sig úr þingflokki VG“. www.mbl.is. Sótt 1. desember 2020.
  2. „Rósa Björk kveður Vinstri-græna“. www.mbl.is. Sótt 1. desember 2020.
  3. Ruv.is, „Rósa Björk verður þingmaður Samfylkingarinnar“ (skoðað 10. janúar 2021)
  4. „Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu“. Stundin. Sótt 18. mars 2019.
  5. „Áslaug næstyngsti ráðherra sögunnar“. Rúv. Sótt 5. september 2019.
  6. Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra
  7. Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra með breytingum
  8. Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra