Dögun (stjórnmálasamtök)

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði voru íslensk stjórnmálasamtök, stofnuð 18. mars 2012. Félaginu var formlega slitið 7. nóvember 2021 eftir að engin virkni hafði verið í samtökunum síðan 2017.[1] Helga Þórðardóttir var formaður flokksins frá 2018 til 2021.

Merki flokksins.

Formenn breyta

Formaður Kjörinn Hætti
Andrea Ólafsdóttir 2012 2016
Helga Þórðardóttir 2016 2017
Ragnar Þór Ingólfsson 2017 2017
Pálmey Helga Gísladóttir 2017 2018
Helga Þórðardóttir 2018 2021

Alþingiskosningar 2013 breyta

Dögun bauð fram í Alþingiskosningum 2013. Í Dögun sameinast meðal annarra fólk úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni, Frjálslynda flokknum og fulltrúar úr stjórnlagaráði. Meðal þeirra sem gáfu kost á sér voru Margrét Tryggvadóttir þingmaður og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR og Gísli Tryggvason úr stjórnlagaráði.[2][3]

Dögun hlaut 3,1% fylgi í kosningunum 2013 og náði ekki manni á þing.

Sveitarstjórnarkosningar 2014 breyta

Dögun bauð fram í Sveitarstjórnarkosningunum 2014 í Reykjavík og ásamt umbótasinnum í Kópavogi. Þorleifur Gunnlaugsson leiddi listann í Reykjavík en hann hafði áður verið í Vinstrihreyfingunni - grænt framboð. Árni Þór Þorgeirsson, frumkvöðull leiddi listann í Kópavogi.

Dögun fékk 1,4% í Reykjavík og 0,8% í Kópavogi og hlaut engan mann inn í sveitarstjórn.

Alþingiskosningar 2016 breyta

Dögun bauð fram í öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum árið 2016[4] Helga Þórðardóttir, kennari á Barnaspítala Hringsins, er formaður Dögunar. Hún leiddi á listann í Reykjavík suður. Hólmsteinn A., Brekkan framkvæmdastjóri samtaka leigjenda, leiddi listann í Reykjavík norður. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR og stjórnarmaður í hagsmunasamtökum heimilanna, leiddi listann í Suðvesturkjördæmi. [5]

Dögun hlaut 1,7% í kosningunum og tapaði 1,4% fylgi frá kosningunum árið 2013.

Alþingiskosningar 2017 breyta

Dögun bauð fram í einu kjördæmi, Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 2017. Helga Þórðardóttir leiddi listann. Tilkynnt var um framboð 1. október 2017.

Flokkurinn hlaut 0,1% atkvæða eða 101 atkvæði í kosningunum og misstu því 1,6% frá kosningunum árið 2016.

Aðalfundur 2021 breyta

Á aðalfundi Dögunar sem var haldin 7. nóvember 2021 var tilkynnt að Dögun væri formlega slitið, ástæðan væri annars vegar vegna þess að engin virkni hafði verið í flokknum síðan árið 2017 og hins vegar að fleiri flokkar sem hafa verið að berjast fyrir sama málstað væru að ganga betur svo ekki væri þörf lengur á flokknum, sem dæmi um flokka voru Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn nefndir í því samhengi.

Tilvísanir breyta

  1. „Dögun leggur upp laupana“. RÚV. 7. nóvember 2021. Sótt 7. nóvember 2021.
  2. „Gísli og Lýður í framboð fyrir Dögun“. 29. nóvember 2012.
  3. „Gefa kost á sér fyrir Dögun“. 26. nóvember 2012.
  4. Vel á annan tug flokk bjóða fram til Alþingis Rúv. Skoðað 17. ágúst, 2016.
  5. Helga, Ragnar og Hólmsteinn í fyrsta sæti Rúv. Skoðað 7. september, 2016.

Tenglar breyta