Fyrsta ráðuneyti Geirs Haarde
Fyrsta ríkisstjórn Geirs Haarde var ríkisstjórn Íslands frá afsögn Halldórs Ásgrímssonar 15. júní 2006 til 24. maí 2007. Ríkistjórn Geirs tók við völdum í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson baðst lausnar frá embætti forsætisráðherra, er hann hafði ákveðið að draga sig í hlé. Í Ríkisstjórninni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ríkisstjórnin sat einungis í tæplega eitt ár, en formenn stjórnarflokkanna ákváðu að slíta samstarfinu vegna naums þingmeirihluta í kjölfar Alþingiskosninganna 2007. Í stjórninni sátu:
- Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
- Félagsmálaráðherra: Magnús Stefánsson (B)
- Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
- Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
- Sjávarútvegsráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
- Utanríkisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
- Landbúnaðarráðherra: Guðni Ágústsson (B)
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Siv Friðleifsdóttir (B)
- Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Jónína Bjartmarz (B)
- Samgönguráðherra: Sturla Böðvarsson (D)
- Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Jón Sigurðsson (B)
- Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
Fyrirrennari: Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar |
|
Eftirmaður: Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde |