Guðjón Arnar Kristjánsson

Guðjón Arnar Kristjánsson (5. júlí 194417. mars 2018) var íslenskur stjórnmálamaður og formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón var fyrrverandi skipstjóri og fjallaði mikið um sjávarútvegsmál og hagsmuni sjómanna. Vegna þessa var hann af mörgum talinn talsmaður landsbyggðarinnar.

Guðjón Arnar Kristjánsson (GAK)

Fæðingardagur: 5. júlí 1944(1944-07-05)
Fæðingarstaður: Ísafjörður
Dánardagur: 17. mars 2018
Flokkur: Frjálslyndi flokkurinn
Þingsetutímabil
1999-2003 í Vestf. fyrir Frjálsl.
2003-2009 í Norðvest. fyrir Frjálsl.
= stjórnarsinni
Embætti
1999-2004 Þingflokksformaður
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Guðjón var sonur Kristjáns Sigmundar Guðjónssonar og konu hans, Jóhönnu Jakobsdóttur. Fyrir stjórnmálaferilinn fékkst Guðjón við sjómennsku, hann lauk stýrimannanámi við Stýrimannaskólann í Reykjavík og var skipstjóri í þrjá áratugi. Guðjón var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999. Guðjón var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Sverrir Hermannsson en árið 1999 sögðu þeir sig frá honum og stofnuðu Frjálslynda flokkinn. Guðjón hafði þann siðinn að halda ræður einhverstaðar á landinu á Sjómannadeginum.

Guðjón lýsti sig andsnúinn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak. [1] Frjálslyndi flokkurinn var gagnrýndur fyrir umburðarlitla afstöðu sína gagnvart innflytjendum. Guðjón hélt því sjálfur fram t.d. að undirboð erlends vinnuafls skaði starfsaldurtengd lífeyrisréttindi íslenskra iðnaðarmanna. [2]

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.