Efsta deild karla í knattspyrnu 1934
(Endurbeint frá Úrvalsdeild 1934)
Árið 1934 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 23. skipti. KR vann sinn 9. titil. Fimm lið tóku þátt; KR, Fram, Víkingur, Valur og ÍBV.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KR | 4 | 3 | 1 | 0 | 12 | 5 | +7 | 7 | |
2 | Valur | 4 | 3 | 0 | 1 | 23 | 5 | +18 | 6 | |
3 | Fram | 4 | 2 | 1 | 1 | 11 | 5 | +6 | 2 | |
4 | ÍBV | 4 | 1 | 0 | 3 | 5 | 15 | -10 | 2 | |
5 | Víkingur | 4 | 0 | 0 | 4 | 4 | 25 | -21 | 0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
breytaAllir leikirnir voru leiknir á Melavellinum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | |||||
Fram | 1-1 | 1-2 | 6-1 | 3-1 | |
KR | 3-2 | 3-1 | 5-1 | ||
Valur | 13-1 | 6-0 | |||
Víkingur | 1-3 | ||||
ÍBV |
Fróðleikur
breyta- Skoruð voru 55 mörk, eða 5,50 mörk að meðaltali í leik.
- Valsmenn unnu stærsta sigur sem hefur unnist á Íslandsmóti þegar þeir lögðu Víkinga 13-1 á Melavellinum
- Rúmlega 2000 áhorfendur mættu á úrslitaleik KR og Vals föstudagskvöldið 15. júní
- Framherjar KR, Þorsteinn Einarsson (Steini Mosi), Hans Kragh og Gísli Guðmundsson voru yfirburðarmenn á þessum árum, en KR varð Íslandsmeistari 7 sinnum á 9 árum, 1926-1934. Saman voru þeir kallaðir „KR-tríóið“.
Sigurvegari úrvalsdeildar 1934 |
---|
KR 9. Titill |
Fyrir: Úrvalsdeild 1933 |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1935 |