Sambandsríki Vestur-Indía
Sambandsríki Vestur-Indía var skammlíft sambandsríki myndað úr nokkrum nýlendum Breta í Karíbahafi með það í huga að þær fengju sjálfstæði sem eitt ríki. Áður en það gerðist leystist sambandið upp vegna innbyrðis deilna. Ríkið stóð frá 3. janúar 1958 til 31. maí 1962.
Þær nýlendur sem mynduðu sambandsríkið urðu síðar níu sjálfstæð ríki: Antígva og Barbúda, Barbados, Dóminíka, Jamaíka, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og Trínidad og Tóbagó. Áfram undir breskri stjórn voru Angvilla, Montserrat, Cayman-eyjar og Turks- og Caicoseyjar.