Sic
Sic er latneskt orð (borið fram sikk) sem þýðir „þannig“, „svona“, „á þennan hátt“ eða „á slíkan hátt“. Stundum er rituð heil setning: sic erat scriptum („þannig var það skrifað“). Í rituðu máli á ýmsum tungumálum er orðinu er skotið inn í tilvitnanir til að benda á að rangt málfar eða óvenjuleg stafsetning eru tekin óbreytt upp úr heimild en eru ekki misritanir í uppskrift. Í samræmi við stílhefðir varðandi tilvitnanir er sic haft í hornklofa.
Dæmi
breytaHeimild
breytaTenglar
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu sic.