New York Red Bulls er bandarískt knattspyrnulið með aðsetur í New York-borg.

Liðið var stofnað 15. júní 1994 og leikur í austurdeild Major League Soccer. Frægir leikmenn sem hafa spilað með félaginu eru meðal annara Thierry Henry, Lothar Matthaus og Alexi Lalas.

Liðið spilar heimaleiki sína á Red Bull Arena í Harrison í New Jersey sem var sérstaklega reistur fyrir knattspyrnu. Höfuðstöðvar félagsins eru í Secaucus í New Jersey.

Heimabúningur félagsins er í stíl við orkudrykkinn Red Bull en árið 2006 var liðið keypt af Austurríska orkurdrykkjafarleiðandanum fyrir um 100 miljónir, og fékk þá liðið nafnbótina New York Red Bulls. Nafnbreytingin hefur verið umdeild á meðal stuðningsmanna félagsins. Red Bull keypti einnig SV Austria Salzburg í Austurríki og breyti nafninu í FC Red Bull Salzburg, sem er nafn sem þeir bera enn.

Félagið hefur aldrei unnið MLS eða US Open Cup. Einn Íslendingur hefur spilað fyrir liðið, Guðlaugur Victor Pálsson.