1890
ár
(Endurbeint frá MDCCCXC)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1890 (MDCCCXC í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 1. maí - Félagsprentsmiðjan hóf starfsemi.
- 22. maí - Sjómannaskólinn í Reykjavík var stofnaður.
- Staðarbakkakirkja var byggð í Miðfirði.
Fædd
- 1. desember - Steinþór Guðmundsson, íslenskur kennari og stjórnmálamaður (d. 1973).
- 1. desember - Eggert Stefánsson, íslenskur söngvari (d. 1962).
Dáin
- 23. nóvember - Þangskála-Lilja, skáldkona.
Erlendis
breyta- 1. janúar - Eritrea verður nýlenda Konungsríki Ítalíu.
- 25. janúar - Knattspyrnuliðið Sevilla FC var stofnað.
- 4. mars - Forth-brúin opnaði við Edinborg.
- 20. mars - Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari leysti Otto von Bismarck kanslara frá störfum. Leo von Caprivi tekur við.
- 2. maí - Oklahoma verður skipulagt svæði, Oklahoma Territory (verður fylki 1907).
- 5. júní - José Piendibene, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1969).
- 1. júlí - Helgoland-Sansibar-samningurinn milli Bretlands og Þýskalands. Þjóðverjar fá Helgoland frá Bretlandi, en gefa Bretum Sansibar í staðinn.
- 3. og 10. júlí - Idaho og Wyoming verða bandarísk fylki.
- 27. júlí - Hollenski listmálarinn Vincent van Gogh skýtur sig í höfuðuð og lætur lífið tveimur dögum síðar.
- 6. ágúst - Fyrsti maðurinn er tekinn af lífi í rafmagnsstól í New York.
- 20. ágúst - Portúgal og Bretland semja um landamæri Mósambík og Angóla.
- 1. október - Yosemite-þjóðgarðurinn var stofnaður í Kaliforníu.
- 9. október - Gufuflugvél flaug 50 metra í Frakklandi.
- 29. nóvember - Meiji-stjórnarskráin í Japan tók gildi.
- 15. desember - Frumbyggjaleiðtoginn Sitjandi Naut var drepinn af lögreglu í Norður-Dakóta.
- 29. desember - Fjöldamorðin við Undað hné (Wounded knee) í Suður-Dakóta. 153 af ættflokki Lakóta-Sioux-frumbyggja voru drepnir, þar á meðal konur og börn. Hópurinn hafði stundað draugadans sem litið var á sem tilraun til uppreisnar af yfirvöldum. Atburðurinn markaði dvínun á átökum frumbyggja við evrópsk-ættaða Bandaríkjamenn og flutning frumbyggja á verndarsvæði.
- William James gefur út fyrstu kennslubókina í sálfræði, Principles of psychology.
- Francis Galton benti á auðkenni fingrafara.
- Sequoia-þjóðgarðurinn var stofnaður í Kaliforníu.
Fædd
- 10. febrúar - Boris Pasternak, rússneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum (1958)
- 19. maí - Ho Chi Minh, víetnamskur stjórnmálamaður
- 16. júní - Stan Laurel, enskur gamanleikari (Laurel and Hardy, ísl. Gög og Gokke)
- 20. ágúst - H. P. Lovecraft, bandarískur rithöfundur hryllingssagna
- 15. september - Agatha Christie, enskur rithöfundur sakamálasagna
- 14. október - Dwight D. Eisenhower, Bandaríkjaforseti
- 22. nóvember - Charles de Gaulle, forseti Frakklands.
Dáin
- 22. febrúar - Carl Bloch, danskur listmálari
- 29. júlí - Vincent van Gogh, hollenskur listmálari
- 19. október - Richard Francis Burton, breskur landkönnuður og rithöfundur (f. 1821).
- 15. desember - Sitting Bull, indíánahöfðingi