Kussungsstaðir

Kussungsstaðir

Kussungsstaðaætt er ætt kennd við Kussungsstaði í Hvalvatnsfirði í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Jóhannesar Jónssonar Reykjalín (18401915) frá Ríp í Hegranesi, bónda þar, og Guðrúnar Sigríðar Hallgrímsdóttur (18491924) húsfreyju, en þau bjuggu áður á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði, á Þönglabakka í Þorgeirsfirði.

Jóhannes var sonur sr. Jóns Jónssonar Reykjalín (1811-1892) frá Tungu á Svalbarðsströnd, bónda á Þönglabakka, og Sigríðar Jónsdóttur (18131903) húsfreyju frá Sjávarborg í Skagafirði. Guðrún var dóttir Hallgríms Ólafssonar (18171879) og Ingveldar Árnadóttur (f. 1816, flutti til Vesturheims 1882) frá Brúum í Aðaldal.

Valgerður dóttir Jóhannesar og Guðrúnar var ættmóðir Lómatjarnarættar, sem telst því vera kvísl af Kussungsstaðaætt.

Afkomendur Jóhannesar og Guðrúnar breyta

Jóhannes og Guðrún áttu 11 börn:

  1. Hallgrímur Óli Jóhannesson 18701938
  2. Sigríður Jóhannesdóttir 18731908
  3. Inga Jóhannesdóttir 18741975
  4. Valgerður Jóhannesdóttir 18751965
  5. Hálfdánía Ingibjörg Jóhannesdóttir 18791963
  6. Trausti Jóhannesson 18801964
  7. Sigurbjörg Jóhannesdóttir 18821882
  8. Sigurbjörg Jóhannesdóttir 18841952
  9. Guðrún Jóhannesdóttir 18851947
  10. Jóhannes Jóhannesson 18861907
  11. Árni Jóhannesson 18921970