Kussungsstaðaætt
Kussungsstaðaætt er ætt kennd við Kussungsstaði í Hvalvatnsfirði í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Jóhannesar Jónssonar Reykjalín (1840 – 1915) frá Ríp í Hegranesi, bónda þar, og Guðrúnar Sigríðar Hallgrímsdóttur (1849 – 1924) húsfreyju, en þau bjuggu áður á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði, á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Kussungsstaðir er nú eyðibýli í Hvalvatnsfirði í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeir fóru í eyði árið 1904.
Jóhannes var sonur sr. Jóns Jónssonar Reykjalín (1811-1892) frá Tungu á Svalbarðsströnd, bónda á Þönglabakka, og Sigríðar Jónsdóttur (1813 – 1903) húsfreyju frá Sjávarborg í Skagafirði. Guðrún var dóttir Hallgríms Ólafssonar (1817 – 1879) og Ingveldar Árnadóttur (f. 1816, flutti til Vesturheims 1882) frá Brúum í Aðaldal.
Valgerður dóttir Jóhannesar og Guðrúnar var ættmóðir Lómatjarnarættar, sem telst því vera kvísl af Kussungsstaðaætt.
Afkomendur Jóhannesar og Guðrúnar
breytaJóhannes og Guðrún áttu 11 börn:
- Hallgrímur Óli Jóhannesson 1870 – 1938
- Sigríður Jóhannesdóttir 1873 – 1908
- Inga Jóhannesdóttir 1874 – 1975
- Valgerður Jóhannesdóttir 1875 – 1965
- Hálfdánía Ingibjörg Jóhannesdóttir 1879 – 1963
- Trausti Jóhannesson 1880 – 1964
- Sigurbjörg Jóhannesdóttir 1882 – 1882
- Sigurbjörg Jóhannesdóttir 1884 – 1952
- Guðrún Jóhannesdóttir 1885 – 1947
- Jóhannes Jóhannesson 1886 – 1907
- Árni Jóhannesson 1892 – 1970