Lómatjörn í Grýtubakkahreppi

Lómatjörn í Grýtubakkahreppi

Lómatjarnarætt er kennd við bæinn Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Ættina mynda niðjar hjónanna Guðmundar Sæmundssonar, bónda þar, og Valgerðar Jóhannesdóttur húsfreyju.

Guðmundur Sæmundsson var fæddur í Gröf í Öngulstaðarhreppi, í Eyjafirði þann 9. júní 1861. Foreldrar hans voru Sæmundur Jónasson (f. 1799 eða 1801, d. 1873) og Ingileif Guðrún Jónsdóttir (1831-1887).

Valgerður Jóhannesdóttir var fædd á Þönglabakka í Þorgeirsfirði í Fjörðum þann 15. október 1875. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson Reykjalín (1840-1915) og Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir (18491924). Kussungsstaðaætt eru afkomendur Jóhannesar og Guðrúnar, og er Lómatjarnarætt því kvísl af henni, og þar með líka af Reykjalínsætt.

Guðmundur og Valgerður bjuggu á Hlöðum á Grenivík og stundaði Guðmundur sjósókn þaðan frá 18951903. Árið 1903 fluttust þau að Lómatjörn, og bjuggu þar æ síðan. Guðmundur lést 31. október 1949 og Valgerður þann 7. desember 1965.

Afkomendur Guðmundar og Valgerðar breyta

Guðmundi og Valgerði varð 11 barna auðið:

  1. Lára (18961968), húsfreyja í Reykjavík, gift Runólfi Kjartanssyni (1889-1961).
  2. Sigrún (18971987), húsfreyja á Skarði í Dalsmynni, Grýtubakkahreppi, gift Jóni bónda Jóhannssyni (18891975).
  3. Sæmundur Reykjalín (18991974), bóndi á Fagrabæ, Grýtubakkahreppi, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur (19021993).
  4. Jóhanna (19021988).
  5. Guðbjörg (19031929).
  6. Sigurbjörg (19051973), húsfreyja í Hléskógum í Grýtubakkahreppi, gift Agli bónda Áskelssyni (19071975).
  7. Guðrún Ingileif (19071994), húsfreyja í Reykjavík, gift Jens Finnboga Magnússyni (19151978).
  8. Ingólfur (19101987), matreiðslumaður í Vestmannaeyjum og í Reykjavík, kvæntur Jónínu Sigrúnu Helgadóttur (19091980).
  9. Sverrir (19121992), bóndi á Lómatjörn, kvæntur Jórlaugu Guðrúnu Guðnadóttur (19101960).
  10. Sigríður (1914– 2008), húsfreyja á Akureyri, gift Helga Hinriki Schiöth (19111998).
  11. Valtýr (19201981), sýslumaður í S-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eskifirði, síðar borgarfógeti í Reykjavík, kvæntur Birnu Ósk Björnsdóttur (f. 1938).

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi alþingismaður er dóttir hjónanna Sverris og Jórlaugar.

Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður er sonur hjónanna Valtýs og Birnu.

Valgarður Egilsson, læknir og rithöfundur, var sonur hjónanna Sigurbjargar og Egils.