Grunnskólar á Íslandi
Á Íslandi er grunnskóli fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára. Hlutverkið er að stuðla að alhliða þroska nemenda í samvinnu við heimili þeirra. Námið er skylda.
Á árinu 2022 voru 47.115 grunnskólanemendur á Íslandi í alls 174 skólum. Starfsemin byggir á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008. Rekstur skólanna er á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga.
Grunnskólinn er „annað skólastigið“
breytaGrunnskólinn á Íslandi er svokallað „annað skólastig“. Samkvæmt lögum er skólaskylda í grunnskólum sem þýðir að börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára eiga að stunda þar nám. Foreldrum er skylt að innrita börn sín í grunnskóla og sjá til þess að þau stundi námið.[1]
Grunnskólanámið skiptist í þrjú stig. Á yngsta stigi eru nemendur fyrsta til fjórða bekkjar, á miðstigi eru nemendur fimmta til sjöunda bekkjar og á efsta stigi, unglingastigi, eru nemendur áttunda til tíunda bekkjar. Nemendur í efstu bekkjum grunnskóla geta stundað fjarnám við framhaldskóla samhliða grunnskólanámi.[1]
Grunnskólarnir eiga að vera „einsetnir“ sem þýðir að kennsludagur nemenda á að vera samfelldur með stundarhléum og matarhléi. Starfstími nemenda er að lágmarki 9 mánuðir á ári, alls 180 skóladagar.[1]
Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn með fötlun rétt á grunnskólakennslu þar sem þau eiga lögheimili. Það námið skal fara fram í almennum skólum með nauðsynlegri stuðningsþjónustu eða á sérhæfðum deildum.[1]
Á forræði sveitarfélaga
breytaRekstur almennra grunnskóla á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Þau bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í grunnskólunum, þróun skólanna, húsnæði og búnaði, sérúrræðum og sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu.[2]
Árið 2021 voru 8.175 stöðugildi við grunnskóla á Íslandi, landflestir við kennslu eða stjórnun. Aðrir starfsmenn fylltu 2.682 stöðugildi.[3] Meðalkostnaður grunnskóla sveitarfélaga á hvern nemanda er áætlaður um 2,5 milljónir króna á ári. Árið 2022 var áætlað að heildarrekstrarkostnaður allra grunnskólana í landinu hafi numið 124 milljörðum króna.[2]
Fjöldi nemenda og rekstrarform
breytaÁ árinu 2022 voru 47.115 grunnskólanemendur á Íslandi í alls 174 skólum. Af þeim voru 158 almennir grunnskólar reknir af opinberum aðilum með 45.489 nemendur. Opinberir aðilar ráku 3 sérskóla fyrir 174 nemendur. Árið 2022 voru 13 einkaskólar í landinu með 1.452 nemendur. [4]
Rekstrarform íslenskra grunnskóla og fjöldi nemenda árið 2022 | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Grunnskólar alls | Almennir grunnskólar reknir af opinberum aðilum | Sérskólar reknir af opinberum aðilum | Einkaskólar | ||||
Fjöldi skóla | Fjöldi nemenda | Fjöldi skóla | Fjöldi nemenda | Fjöldi skóla | Fjöldi nemenda | Fjöldi skóla | Fjöldi nemenda |
174 | 47.115 | 158 | 45.489 | 3 | 174 | 13 | 1.452 |
Listi yfir grunnskóla á Íslandi og nemendafjöldi
breytaHér að neðan er listi fyrir alla starfandi grunnskóla á Íslandi. Í nokkrum tilvikum eru til upplýsinga tilgreindir skólar sem hafa sameinast öðrum eða lagðir niður. Að auki eru birtar skýringar um sameiningar skólanna eða annað sem þykir upplýsandi.
Skólastofnun | Nemendafjöldi árið 2022 [5] | Athugasemdir eða skýringar |
Akurskóli | 315 | |
Alþjóðaskólinn á Íslandi | 98 | |
Andakílsskóli | . | Heitir nú Grunnskóli Borgarfjarðar |
Arnarskóli | 37 | |
Auðarskóli | 84 | Auðarskóli var stofnaður 2009 við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð. |
Austurbæjarskóli | 414 | |
Álfhólsskóli | 580 | Stofnaður 2010 með samruna tveggja skóla, Digranesskóla og Hjallaskóla. |
Álftamýrarskóli | 398 | Álftamyrsrskóli sameinaðist Hvassaleitisskóla og varð að Háaleitisskóla? |
Álftanesskóli | 363 | |
Árbæjarskóli | 693 | |
Árskógarskóli | 25 | |
Árskóli | 370 | |
Ártúnsskóli | 161 | |
Ásgarðsskóli | . | Kennsla lagðist af í Ásgarðsskóla árið 2003 vegna fækkunar barna í hreppnum og sækja nú börn á grunnskóla aldi nám í Klébergsskóla á Kjalarnesi. |
Ásgarður | 16 | |
Áslandsskóli | 432 | |
Barnaskóli Bárðdæla | . | ? |
Barnaskóli Hjallastefnunnar Garðabæ | 126 | |
Barnaskóli Hjallastefnunnar Hafnarfirði | 83 | |
Barnaskóli Hjallastefnunnar Reykjanesbæ | . | ? |
Barnaskóli Hjallastefnunnar Reykjavík | 163 | |
Barnaskóli Ólafsfjarðar | . | Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 2010 og leysti af hólmi Barnaskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. |
Barnaskóli Vestmannaeyja | . | |
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri | 124 | |
Bíldudalsskóli | 19 | |
Bláskógaskóli Laugarvatni | 57 | Nafni Grunnskóla Bláskógabyggðar sem tók til starfa 2003 var árið 2013 breytt í Bláskógaskóla. Árið 2015 var skólanum síðan skipt í Bláskógaskóla að Laugarvatni og Bláskógaskóla í Reykholti. Sá síðarnefndi er stundum nefndur Reykholtsskóli. |
Borgarhólsskóli | 296 | Borgarhólsskóli Norðurþingi varð til við sameiningu Barnaskóla Húsavíkur og unglingadeilda Framhaldsskóla Húsavíkur 1992. Borgarhólsskóli þjónar nemendum frá Húsavík og úr Reykjahverfi. |
Borgaskóli | 244 | |
Brautarholts- og Gnúpverjaskóli | . | Nú Þjórsárskóli. Áður nefndur Brautarholts- og Gnúpverjaskóli á árunum 2002-2004. Brautarholtsskóli hét áður Skeiðaskóli. Gnúpverjaskóli varð til úr Ásaskóla. |
Brautarholtsskóli | . | Nú Þjórsárskóli. Áður nefndur Brautarholts- og Gnúpverjaskóli árin 2002-2004. Brautarholtsskóli hét áður Skeiðaskóli. Gnúpverjaskóli var til úr Ásaskóla. |
Breiðagerðisskóli | 377 | |
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli | 40 | Stöðvarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli í syðsta byggðarkjarna Fjarðabyggðar. |
Breiðholtsskóli | 438 | |
Brekkubæjarskóli | 465 | |
Brekkuskóli | 450 | |
Broddanesskóli | . | Broddanesskóli tekin í notkun 1978 fyrir börn í Bitrufirði og Kollafirði. Kennslu hætt 2004. |
Brúarásskóli | 37 | |
Brúarskóli | 33 | Sérskóli sem tók við hlutverki Einholtsskóla og Hlíðarhúsaskóla 2003, þjónustar nemendur af öllu landinu. Hlutverk skólans er að mæta þörfum nemenda sem eru með geðrænan og félagslegan vanda og geta ekki nýtt sér skólavist í almennum skólum. |
Dalbrautarskóli | . | ? |
Dalskóli | 442 | |
Dalvíkurskóli | 234 | |
Digranesskóli | . | Nú nefndur Álfhólsskóli sem var stofnaður 2010 með samruna tveggja skóla, Digranesskóla og Hjallaskóla. |
Djúpavogsskóli | 84 | |
Egilsstaðaskóli | 417 | |
Einholtsskóli | . | Nú Brúarskóli. Tók við hlutverki Einholtsskóla og Hlíðarhúsaskóla 2003 og þjónustar nemendur af öllu landinu. |
Engidalsskóli | 232 | |
Engjaskóli | 227 | |
Eskifjarðarskóli | 144 | |
Fellaskóli (Fellabæ) | 83 | |
Fellaskóli (Reykjavík) | 359 | |
Finnbogastaðaskóli | . | ? |
Flataskóli | 365 | |
Fljótshlíðarskóli | . | Var lagður af 2005 og starfssemin flutt í grunnskólann á Hvolsvöll. |
Flóaskóli | 113 | |
Flúðaskóli | 106 | |
Foldaskóli | 480 | |
Fossvogsskóli | 329 | |
Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði | . | |
Garðaskóli | 621 | |
Gaulverjaskóli | . | Gaulverjaskóli, Bæjarhreppi, var lagður af 2004 |
Gerðaskóli | 248 | |
Giljaskóli | 415 | |
Glerárskóli | 339 | |
Gnúpverjaskóli | . | Nú Þjórsárskóli. Áður nefndur Brautarholts- og Gnúpverjaskóli árin 2002-2004. Brautarholtsskóli hét áður Skeiðaskóli. Gnúpverjaskóli var til úr Ásaskóla. |
Grandaskóli | 350 | |
Grenivíkurskóli | 50 | |
Grundaskóli | 683 | |
Grunnskóli Akrahrepps | . | Var lagður af 2006. Grunnskólanemendum Akrahrepps er ekið í skóla í Varmahlíðarskóla. |
Grunnskóli Bláskógabyggðar/Bláskógaskóli | . | ? |
Grunnskóli Bolungarvíkur | 126 | |
Grunnskóli Borgarfjarðar | 167 | Grunnskóli Borgarfjarðar í Borgarbyggð starfar á þremur stöðum: Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. |
Grunnskóli Borgarfjarðar eystri | . | ? |
Grunnskóli Dalvíkurbyggðar | . | ? |
Grunnskóli Drangsness | 7 | |
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar | 107 | |
Grunnskóli Fjallabyggðar | 218 | Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 2010 og leysti af hólmi Barnaskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. |
Grunnskóli Grindavíkur | 557 | |
Grunnskóli Grundarfjarðar | 108 | |
Grunnskóli Hornafjarðar | 240 | |
Grunnskóli Húnaþings vestra | 138 | Hét áður Laugabakkaskóli |
Grunnskóli Mjóafjarðar | . | Grunnskóli Mjóafjarðar heyrir nú undir Nesskóla í Neskaupstað, Fjarðabyggð. |
Grunnskóli Raufarhafnar | 6 | |
Grunnskóli Reyðarfjarðar | 202 | |
Grunnskóli Seltjarnarness | 585 | Grunnskóli Seltjarnarness varð til 2004 við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. |
Grunnskóli Siglufjarðar | . | Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 2010 og leysti af hólmi Barnaskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. |
Grunnskóli Snæfellsbæjar | 211 | Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 þegar Grunnskólinn á Hellissandi og Grunnskólinn í Ólafsvík voru sameinaðir. Árið 2005 bættist Lýsuhólsskóli við sem starfstöð skólans. |
Grunnskóli Vestmannaeyja | 547 | |
Grunnskóli Önundarfjarðar | 13 | |
Grunnskólinn að Hólum | . | Heitir nú "Grunnskólinn austan Vatna" sem rekinn er annars vegar á Hofsósi og hins vegar á Hólum í Hjaltadal. |
Grunnskólinn austan Vatna | 55 | Grunnskólinn austan Vatna er grunnskóli fyrir nemendur sem búa út að austan í Skagafirði. Skólinn er rekinn á tveimur starfsstöðvum; á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Þáverandi grunnskólar voru sameinaðir 2007-2008. |
Grunnskólinn á Bakkafirði | . | ? |
Grunnskólinn á Blönduósi/Blönduskóli | . | ? |
Grunnskólinn á Borðeyri | . | Grunnskólinn á Borðeyri og Ásgarður, leikskólinn á Borðeyri, var lagður niður 2018. Börnum ekið á Hvammstanga. |
Grunnskólinn á Hellissandi | . | Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 þegar Grunnskólinn á Hellissandi og Grunnskólinn í Ólafsvík voru sameinaðir. Árið 2005 bættist Lýsuhólsskóli við sem starfstöð skólans þegar skólinn var lagður niður sem sjálfstæð stofnun. |
Grunnskólinn á Hólmavík | 42 | |
Grunnskólinn á Ísafirði | 384 | |
Grunnskólinn á Laugarvatni | . | ? |
Grunnskólinn á Stöðvarfirði | . | Stöðvarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli í syðsta byggðarkjarna Fjarðabyggðar. |
Grunnskólinn á Suðureyri | 41 | |
Grunnskólinn á Þórshöfn | 56 | |
Grunnskólinn Hellu | 137 | |
Grunnskólinn Hofsósi | . | ? |
Grunnskólinn í Austur-Landeyjum | . | Grunnskóli Austur-Landeyja var lagður niður 2004 og nemendur stunda nú nám í Hvolsskóla á Hvolsvelli. |
Grunnskólinn í Borgarnesi | 305 | |
Grunnskólinn í Breiðdalshreppi | . | Sjá Stöðvarfjarðaskóla |
Grunnskólinn í Búðardal | . | Nú Auðarskóli, stofnaður 2009 við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð. |
Grunnskólinn í Grímsey/Grímseyjarskóli | . | ? |
Grunnskólinn í Hofgarði | 3 | |
Grunnskólinn í Hveragerði | 446 | |
Grunnskólinn í Ólafsfirði | . | ? |
Grunnskólinn í Ólafsvík | . | Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 þegar Grunnskólinn á Hellissandi og Grunnskólinn í Ólafsvík voru sameinaðir. Árið 2005 bættist Lýsuhólsskóli við sem starfstöð skólans þegar skólinn var lagður niður sem sjálfstæð stofnun. |
Grunnskólinn í Stykkishólmi | 159 | |
Grunnskólinn í Svalbarðshreppi/Svalbarðsskóli | . | ? |
Grunnskólinn í Þorlákshöfn | 243 | |
Grunnskólinn Ljósaborg | . | Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar árið 2011. |
Grunnskólinn Tjarnarlundi | . | ? |
Grunnskólinn Þingeyri | 39 | |
Hafnarskóli | . | ? |
Hafralækjarskóli | . | Var sameinaður Litlulaugaskóla og heitir í dag Þingeyjarskóli |
Hagaskóli | 587 | |
Hallormsstaðaskóli | . | ? |
Hamarsskóli Vestmannaeyjum | . | ? |
Hamraskóli | 202 | |
Háaleitisskóli | . | Skólinn starfar á tveimur stöðum. Í Hvassaleiti eru nemendur frá 1.–7. bekk, í Álftamýri eru nemendur frá 1.–10. bekk. |
Háaleitisskóli (Reykjanesbæ) | 386 | |
Háteigsskóli | 501 | |
Heiðarskóli (Hvalfjarðarsveit) | 90 | |
Heiðarskóli (Reykjanesbæ) | 409 | |
Helgafellsskóli | 340 | |
Heppuskóli | . | |
Hjallaskóli | . | Nú Álfhólsskóli sem var stofnaður 2010 með samruna tveggja skóla, Digranesskóla og Hjallaskóla. |
Hlíðarhúsaskóli | . | Nú Brúarskóli. Tók við hlutverki Einholtsskóla og Hlíðarhúsaskóla 2003 og þjónustar nemendur af öllu landinu. |
Hlíðarskóli | 18 | |
Hlíðaskóli | 597 | |
Hofsstaðaskóli | 516 | |
Holtaskóli | 412 | |
Hólabrekkuskóli | 478 | |
Hrafnagilsskóli | 175 | |
Hraunvallaskóli | 594 | |
Hríseyjarskóli | 17 | |
Hrollaugsstaðaskóli | . | Hrollaugsstaðaskóli í Suðursveit hefur verið lagður niður. |
Húnaskóli | 176 | Skóli í sameinuðu sveitafélagi, Húnabyggð. |
Húnavallaskóli | . | |
Húsabakkaskóli | . | |
Húsaskóli | 139 | |
Hvaleyrarskóli | 396 | |
Hvassaleitisskóli | 178 | Sameinaðist Álftamýrarskóla og varð að Hálaeitisskóla |
Hvolsskóli | 220 | |
Höfðaskóli | 66 | |
Hörðuvallaskóli | 864 | |
Ingunnarskóli | 326 | |
Kársnesskóli | 656 | |
Kelduskóli | . | Varð til árið 2012 við sameiningu Korpuskóla og Víkurskóla. Skólinn starfar á tveimur stöðum: Korpu og Hamravík. Árið 2020 var Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. |
Kerhólsskóli | 5 | Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, Selfossi. Kerhólsskóli varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 2011. |
Kirkjubæjarskóli | 46 | |
Kleppjárnsreykjaskóli | . | Heitir nú Grunnskóli Borgarfjarðar í Borgarbyggð. Starfar á þremur stöðum: Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. |
Klettaskóli | 123 | Árið 2011 voru Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinaðir og nýr sérskóli stofnaður undir heitinu Klettaskóli. |
Klébergsskóli | 112 | |
Korpuskóli | . | Sameinaðist árið 2012 Víkurskóla og varð Kelduskóli |
Kópaskersskóli | . | Nú Öxarfjarðarskóli, Lundi, 671 Kópaskeri. Kennslu í barnaskóli sveitarinnar, Núpasveitarskóla við Snartarstaði hefur verið hætt og börnin sækja skóla í Lund. |
Kópavogsskóli | 355 | |
Krikaskóli | 100 | |
Kvíslarskóli | 380 | |
Landakotsskóli | 348 | |
Langholtsskóli | 726 | |
Laugalandsskóli í Holtum | 93 | |
Laugalækjarskóli | 405 | |
Laugargerðisskóli | 14 | Laugargerðisskóli í Eyja- og Miklaholtshreppi er ekki lengur starfandi. |
Laugarnesskóli | 569 | |
Lágafellsskóli | 611 | |
Lindaskóli | 437 | |
Litlulaugaskóli | . | Sameinaðist Hafralækjarskóla og varð Þingeyjarskóli 2012 |
Ljósafossskóli | . | ? |
Lundarskóli | 464 | |
Lýsuhólsskóli | . | Nú deild í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 þegar Grunnskólinn á Hellissandi og Grunnskólinn í Ólafsvík voru sameinaðir. Árið 2005 bættist Lýsuhólsskóli við sem starfstöð skólans þegar skólinn var lagður niður sem sjálfstæð stofnun. |
Lækjarskóli | 440 | |
Meðferðarheimilið á Torfastöðum | . | ? |
Melaskóli | 536 | |
Myllubakkaskóli | 345 | |
Mýrarhúsaskóli | . | Grunnskóli Seltjarnarness varð til 2004 við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. |
Naustaskóli | 372 | |
Nesjaskóli | . | ? |
Nesskóli | 214 | |
Njarðvíkurskóli | 403 | |
Norðlingaskóli | 589 | |
NÚ | 97 | Hét áður Framsýn- Menntun. Er í Hafnarfirði og heitir NÚ og er fyrst og fremst fyrir nemendur sem stunda íþróttir. |
Oddeyrarskóli | 181 | |
Patreksskóli | 96 | |
Reykholtsskóli | 99 | |
Reykhólaskóli | 27 | |
Reykjahlíðarskóli | 38 | |
Reykjavík International School | . | |
Réttarholtsskóli | 436 | |
Rimaskóli | 511 | |
Safamýrarskóli | . | Heitir núna Klettaskóli. Árið 2011 voru Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinaðir og nýr sérskóli stofnaður undir heitinu Klettaskóli. |
Salaskóli | 564 | |
Sandgerðisskóli | 311 | |
Sandvíkurskóli | . | |
Selásskóli | 188 | Sameinaðist Sólvallaskóla og úr varð Vallaskóli |
Seljalandsskóli | . | ? |
Seljaskóli | 640 | |
Setbergsskóli | 418 | |
Seyðisfjarðarskóli | 60 | |
Síðuskóli | 355 | |
Sjálandsskóli | 247 | |
Skarðshlíðarskóli | 355 | |
Skóli Ísaks Jónssonar | 194 | |
Smáraskóli | 471 | |
Snælandsskóli | 458 | |
Sólgarðaskóli | . | Grunnskólinn austan Vatna er grunnskóli fyrir nemendur sem búa út að austan í Skagafirði. Skólinn er rekinn á tveimur starfsstöðvum; á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Sólgarðaskóli er útibú frá Hofsósi. Þáverandi grunnskólar voru sameinaðir 2007-2008. |
Sólvallaskóli | . | Sameinaðist Sandvíkurskóla og varð að Vallaskóla Selfossi |
Stapaskóli | 356 | |
Steinsstaðaskóli | . | ? |
Stekkjaskóli | 171 | Nýlegur skóli á Selfossi |
Stórutjarnaskóli | 31 | |
Stóru-Vogaskóli | 158 | |
Suðurhlíðarskóli | 57 | |
Sunnulækjarskóli | 665 | |
Súðavíkurskóli | 12 | |
Sæmundarskóli | 437 | |
Tálknafjarðarskóli | 31 | |
Tjarnarskóli | 54 | |
Urriðaholtsskóli | 216 | |
Valhúsaskóli | . | Grunnskóli Seltjarnarness varð til 2004 við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. |
Vallaskóli | 573 | Var myndaður við samruna Sandvíkurskóla og Sólvallaskóla á Selfossi. |
Valsárskóli | 56 | |
Varmahlíðarskóli | 107 | |
Varmalandsskóli | . | Heitir nú Grunnskóli Borgarfjarðar í Borgarbyggð. Starfar á þremur stöðum: Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. |
Varmárskóli | 404 | |
Vatnsendaskóli | 574 | |
Vesturbæjarskóli | 284 | |
Vesturhlíðarskóli | . | ? |
Villingaholtsskóli | . | ? |
Víðistaðaskóli | 481 | |
Víkurskóli (Reykjavík) | 225 | |
Víkurskóli (Vík í Mýrdal) | 49 | |
Vogaskóli | 372 | |
Vopnafjarðarskóli | 73 | |
Vættaskóli | . | Vættaskóli er grunnskóli í Engjahverfinu í Grafarvogi Reykjavík. Hann var til við sameiningu Borgaskóla og Engjaskóla árið 2012. Hann er rekinn á tveimur stöðum: Vættaskóli-Engi og Vættaskóli-Borgir. |
Waldorfskólinn Lækjarbotnum | 78 | Einnig kallaður Waldorfskólinn Ylur |
Waldorfskólinn Sólstafir | 101 | |
Þelamerkurskóli | 75 | |
Þingborgarskóli | . | Þingborgarskóli hefur runnið sitt skeið eins og aðrir sveitarskólar Flóans. |
Þingeyjarskóli | 72 | Varð til við sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugarskóla |
Þjórsárskóli | 41 | Þjórsárskóli var áður nefndur undir nafninu Brautarholts- og Gnúpverjaskóli árin 2002-2004. Brautarholtsskóli hét áður Skeiðaskóli. Gnúpverjaskóli var til úr Ásaskóla. |
Þykkvabæjarskóli | . | ? |
Ölduselsskóli | 511 | |
Öldutúnsskóli | 599 | |
Öskjuhlíðarskóli | . | Heitir núna Klettaskóli. Árið 2011 voru Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinaðir og nýr sérskóli stofnaður undir heitinu Klettaskóli. |
Öxarfjarðarskóli | 30 | |
Alls nemendur | 47.115 |
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Grunnskólar | Ísland.is“. island.is. Sótt 3. ágúst 2023.
- ↑ 2,0 2,1 „Grunnskóli“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 3. ágúst 2023.
- ↑ „Rekstur leik- og grunnskóla“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 3. ágúst 2023.
- ↑ Hagstofa Íslands. „Rekstrarform grunnskóla og fjöldi nemenda 1998-2022“.
- ↑ Hagstofa Íslands. „Grunnskólanemendur eftir bekkjum og skóla 2001-2022“. Hagstofa Íslands. Sótt 3. ágúst 2023.