Fossvogsskóli
Fossvogsskóli er grunnskóli í Reykjavík. Skólinn tók til starfa árið 1971 og hefur aðsetur að Haðalandi í Fossvogsdal, í póstnúmeri 108.
Skólinn þjónustar börn á aldrinum 6-12 ára í Fossvogshverfinu og Blesugróf. Fjöldi nemenda skólaárið 2018-2019 er um 360 og munu starfsmenn við skólann vera um 50 talsins.
Að lokinni skólagöngu í Fossvogsskóla er gert ráð fyrir að nemendur í hverfunum færist yfir í gagnfræðinám við Réttarholtsskóla og ljúki þar grunnskólagöngu sinni.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Um skólann“. Fossvogsskóli. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 ágúst 2020. Sótt 3 október 2019.