Fossvogsskóli er grunnskóli í Reykjavík. Skólinn tók til starfa árið 1971 og hefur aðsetur að Haðalandi í Fossvogsdal, í póstnúmeri 108.

Skólinn þjónustar börn á aldrinum 6-12 ára í Fossvogshverfinu og Blesugróf. Fjöldi nemenda skólaárið 2018-2019 er um 360 og munu starfsmenn við skólann vera um 50 talsins.

Að lokinni skólagöngu í Fossvogsskóla er gert ráð fyrir að nemendur í hverfunum færist yfir í gagnfræðinám við Réttarholtsskóla og ljúki þar grunnskólagöngu sinni.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Um skólann“. Fossvogsskóli. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2020. Sótt 3. október 2019.
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.