Langholtsskóli
Langholtsskóli er grunnskóli í Reykjavík. Framkvæmdir við Langholtsskóla hófust 1950. Hann er smíðaður eftir teikningum Einars Sveinssonar húsasmíðameistara. Kennsla í skólanum hófst 1952 og var Gísli Jónasson fyrsti skólastjóri skólanns. Fyrsta skólaárið voru 18 kennarar og 710 nemendur áaldrinum 7-12 ára. Skólinn var stækkaður í tveimur áföngum, fyrst 1962 og var sú eining tekin í notkun árið eftir en seinni einingin var ekki tekin í notkun fyrr en 1967. Með tilkomu grunnskólalaganna 1974 var ákveðið að bæta 9. bekknum við svo skólinn yrði fullgildur grunnskóli og þá var orðin þörf á að stækka húsnæðið aftur og var vesturálman tekin í notkun 1975.
Tengt efni
breytaHeimild
breyta- Skólatorg.is Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine