Háteigsskóli er grunnskóli sem stendur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Samkvæmt skiptingu Menntasviðs Reykjavíkurborgar þá tilheyrir skólinn hverfi 1.2. Kennslan fer fram í aðalbyggingu og í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Fjöldi nemenda er um 450 í 1. - 10. bekk en fjöldi bekkja er 18. Við skólann starfa 36 kennari og 22 aðrir starfsmenn. Skólastjóri er Arndís Steinþórsdóttir en aðstoðarskólastjóri er Guðrún Helga Sigfúsdóttir.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg. Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998. Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

  1. „Um skólann“. Háteigsskóli. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. ágúst 2020. Sótt 11. mars 2020.