Háteigsskóli er grunnskóli sem stendur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Samkvæmt skiptingu Menntasviðs Reykjavíkurborgar þá tilheyrir skólinn hverfi 1.2. Kennslan fer fram í aðalbyggingu og í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Fjöldi nemenda er um 450 í 1. - 10. bekk en fjöldi bekkja er 18. Við skólann starfa 36 kennari og 22 aðrir starfsmenn. Skólastjóri er Arndís Steinþórsdóttir en aðstoðarskólastjóri er Guðrún Helga Sigfúsdóttir.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg. Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998. Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

[1]Tenglar breyta

  1. „Um skólann“. Háteigsskóli. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. ágúst 2020. Sótt 11. mars 2020.