Brekkuskóli
Brekkuskóli er grunnskóli, staðsettur við Skólastíg á Syðri Brekkunni á Akureyri. Þar eru tæplega 500 nemendur. Hann var stofnaður 1997 með sameiningu Gagnfræðiskólans á Akureyri og Barnaskóla Akureyrar.
Stærð
breytaBrekkuskóli er fjölmennasti grunnskólinn á Akureyri. Árið 2021 voru 498 nemendur í 1.—10. bekk við skólann. Það ár voru 68.8 stöðugildi við skólann, þar af um 40 kennarar.[1]
Saga
breytaSkólastarf fyrirrennara Brekkuskóla má rekja aftur til þess er formlegt skólastarf af hálfu Akureyrarbæjar hófst árið 1871. Í fyrsti skólanum sem var í Aðalstræti í „Innbænum“, stunduðu um 20 nemendur nám. Árið 1900 var opnaður nýr barnaskóli fyrr bæjarfélagið, staðsettur í Hafnarstræti 25, á milli bæjarhlutanna Innbæjar og Oddeyrar. Árið 1930 flutti Barnaskóli Akureyrar í nýtt skólahúsnæði uppi á Brekkunni, í það hús sem nú er kallað „Rosenborg“ austan við núverandi Brekkuskóla.[2]
Árið 1903 voru samþykkt lög á Alþingi um uppbyggingu Gagnfræðaskóla á Akureyri í tveimur deildum „neðri gagnfræðadeild“ og „efri lærdómsdeild“ sem varð að Menntaskólanum á Akureyri árið 1930. Á sama tíma var settur á laggirnar nýr Gagnfræðaskóli að Lundargötu 12 á Oddeyrinni. Árið 1943 flutti sá skóli upp á brekkuna í nýtt og glæsilegt húsnæði við Laugargötu. Skólastarf var þar til ársins 1997. Þar er nú Brekkuskóli.[3] [4]
Núverandi Brekkuskóli hóf starfssemi haustið 1997 við sameiningu Gagnfræðiskólans á Akureyri og Barnaskóla Akureyrar.[5]
Staðsetning
breytaBrekkuskóli er við Skólastíg á Syðri Brekkunni á Akureyri. Í sveitarfélaginu eru grunnskólarnir ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla.[6] [7] [8]
Stjórnun
breytaSkólastjóri Brekkuskóla (2023) er Jóhanna María Agnarsdóttir og staðgengill skólastjóra er Sigríður Magnúsdóttir.[9]
Nám og kennsla
breytaBrekkuskóli býður nám í 1.—10. bekk. Í öllu skólastarfi er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og leitast við að hver nemandi fái nám og kennslu miðað við hæfni og þroska einstaklingsins. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun og staða nemenda er metin á fjölbreyttan hátt.[10]
Skólinn í samstarfi við heimilin undirbýr nemendur undir líf og starf, hjálpa þeim að finna og nýta hæfileika sína og stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra.[11]
Skólabragur og hefðir
breytaSkólinn hefur með einkunnarorðum og gildum mótað heildstæða stefnu um jákvæðan skólabrag. Skólabragurinn einkennist af samvinnu og ábyrgð allra í skólasamfélaginu.[10]
Einkennisorð skólans eru menntun, gleði, umhyggja, framfarir. Lögð er áhersla á að þessi hugtök setji mark sitt á allt starf í skólanum.[12]
Skólinn er ungur að árum. Engu að síður byggir starfið á hefðum. Dæmi um það er „Söngur á sal“ þar sem hefð er að hafa samsöng nemenda á sal undir stjórn tónmenntakennara eða staðgengil hans.[13]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Rekstur leik- og grunnskóla“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ „Saga Oddeyrarskóla“. Oddeyrarskóli Akureyri. 26. júní 2018. Sótt 9. ágúst 2023.
- ↑ Kristján Eldjárn; Tryggvi Gíslason; Steindór Steindórsson; Gísli Jónsson; Þórhallur Bragason (1981). „Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980“. Sótt 9. ágúst 2023.
- ↑ Bjarki Jóhannesson (febrúar 2019 - febrúar 2021 1921). „Akureyrarbær: húsakönnun fyrir Oddeyri 2020“ (PDF). Akureyrarbær. Sótt 9. ágúst 2023.
- ↑ „Dagur - Tíminn Akureyri - 21. tölublað (31.01.1997) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Akureyrarkaupstaður. „Skólaval“. Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Skóladeild Akureyrarbæjar (2007). „SKÓLAVAL 2007- Bæklingur um skólaval“ (PDF). Skóladeild Akureyrarbæjar. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Akureyrarbær (2023). „Skólasvæða Akureyri - Kort er sýnir 1.5 km radíus frá skólum bæjarins“ (PDF). Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Brekkuskóli. „Skólinn“. Brekkuskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ 10,0 10,1 Hanna Hjartardóttir; Unnar Þór Böðvarsson (2015). „Menntamálastofnun: Ytra mat grunnskóla: Brekkuskóli Akureyri“ (PDF). Ytra mat unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Akureyrarkaupstað. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Brekkuskóli. „Stefna og sýn“. Brekkuskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Brekkuskóli. „Stefna og sýn“. Brekkuskóli. Sótt 8. ágúst 2023.
- ↑ Brekkuskóli (2022). „Brekkuskóli: menntun - gleði - umhyggja - framfarir. Starfsáætlun 2022 - 2023“ (PDF). Brekkuskóli. Sótt 8. ágúst 2023.