Akurskóli
Akurskóli er íslenskur grunnskóli, staðsettur í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ við Tjarnarbraut 5. Í skólanum eru tæplega 500 nemendur. Jónína Ágústsdóttir var fyrsti skólastjóri Akurskóla (2005-2012). Núverandi skólastjóri Akurskóla er Sigurbjörg Róbertsdóttir (2012-).
Stofnaður: | 2005 |
---|---|
Skólastjóri: | Sigurbjörg Róbertsdóttir |
Aldurshópar: | |
Staðsetning: | Reykjanesbær |
Vefsíða |
Þann 9. nóvember 2005 var fyrsti áfangi Akurskóla í Reykjanesbæ vígður. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 20. mars 2004. Skólinn heitir eftir eldri skóla á svipuðum slóðum. Sá Akurskóli var byggður árið 1891 en þar var síðast kennt árið 1906. Barnakennarinn í Njarðvík frá 1894 til ársins 1900 hét Árni Pálsson í Narfakoti.