Réttarholtsskóli
gagnfræðaskóli í Reykjavík
Réttarholtsskóli er gagnfræðaskóli sem hefur aðsetur að Réttarholtsvegi 21-25 í póstnúmeri 108 í Reykjavík.
Skólanum var komið á fót árið 1956 og þjónustar nemendur í 8.-10. bekk í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu, Fossvogshverfi og Grófunum.
Fjöldi nemenda skólaárið 2018-2019 er um 400 og mun fjöldi starfsfólks vera um 50 talsins.
Nafn skólans dregur nafn sitt af áður þekktu kennileiti í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu; Réttarholti, en holtið dregur nafn sitt af rétt sem þar var staðsett en er nú horfin.
Hlutar kvikmyndarinnar Punktur punktur komma strik voru teknir upp í Réttarholtsskóla.