Tjarnarskóli er einkaskóli á unglingastigi staðsettur í Lækjargötu 14b í miðborg Reykjavíkur. Skólinn var stofnaður árið 1985 og átti að starfa í nánum tengslum við atvinnulíf, en síðustu ár hafa áherslur skólans verið á mannrækt og einstaklingsmiðað nám. Skólinn hefur meðal annars nýtt aðstöðu í Miðbæjarskólanum þar sem hann hóf starfsemi og starfaði til 1987. Skólastjóri er Margrét Theodórsdóttir. Fjöldi nemenda er um 50.

Tjarnarskóli.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.