Kársnesskóli er grunnskóli í vesturbæ Kópavogs sem tók fyrst til starfa 1957. Í honum gengdu börn skólaskyldu allt að 12 ára aldri þegar þau fóru svo í gagnfræðaskóla, iðulega Þinghólsskóla (stofnaður 1969). Þann 1. ágúst 2001 voru skólarnir tveir sameinaðir undir nafni Kársnesskóla.

Kársnesskóli
Stofnaður: 1957
Skólastjóri: Björg Baldursdóttir
Aldurshópar: 6-16
Staðsetning: Kópavogur
Vefsíða

Skólinn er til húsa við Skólagerði (gamli Kársnesskóli) og við Kópavogsbraut (gamli Þinghólsskóli). Nemendur skólans eru um 500.