Brúarskóli er sérskóli í Reykjavík stofnaður árið 2003 fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn-, hegðunar eða félagsleg vandamál. Einnig tekur skólinn á móti nemendum sem eru í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota. Brúarskóli er með fimm starfsstöðvar en aðalskólinn er við Öskjuhlíð í Hlíðum. Tilgangur starfseminar er að veita tímabundið úrræði fyrir nemendur með það lokamarkmið að gera þá hæfa til að stunda nám í almennum grunnskólum. Þá er lögð áhersla á kennslu í samræmi við áhuga og getu hvers einstaklings og á sama tíma er reynt að styrkja félags- og samskiptahæfni.[1]

Nemendur Brúarskóla eru með slaka samskiptafærni og er staða þeirra slæm þegar það kemur að félaglegum- og hegðunarþáttum. Nokkur atriði tengt úrræðum og starfsemi eru:[1]

  • ART félagsfærni, samskipti og reiðistjórnun
  • Stöðvun á óæskilegri hegðun
  • Vinna að hegðun notandi ýmsar nálganir
  • Líkamleg inngrip í neyð
  • Byggja upp jákvæðni gagnvart skóla og námi
  • Jákvæður stuðningur fyrir hvern einstakling byggt á þroskastöðu
  • Mat á námsstöðu

Fjöldi nemenda er breytilegur milli ára og yfir skólaárið en það eru í kringum 50 nemendur sem stunda nám við skólann. Þá eru í kringum 50 starfsmenn í Brúarskóla og á meðal þeirra eru stjórnendur, kennarar, ráðgjafaþroskaþjálfarar, atferlisþjálfarar, stuðningsfulltrúar og sálfræðingar.[1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2020. Sótt 23. maí 2020.