Ljósmengun
Ljósmengun er mengun sem stafar af óhóflegri eða óviðeigandi manngerðri lýsingu sem hefur margvísleg áhrif á lýðheilsu og náttúrulegt umhverfi. Ljósmengun getur komið fyrir bæði að nóttu og degi, en magnast að nóttu þar sem hún verður meira áberandi samanborið við náttmyrkrið. Talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun og að allt að 23% af yfirborði jarðar sé undir ljóshjúp.[1][2] Þau svæði sem verða fyrir áhrifum frá manngerðri lýsingu fara vaxandi.[3] Ljósmengun er fylgifiskur þéttbýlisvæðingar og hefur verið kennt um verri heilsu, vistkerfisraskanir og umhverfisspjöll. Ljósmengun á heimsvísu hefur aukist um minnst 49% frá 1992 til 2017.[4] Hægt er að draga úr ljósmengun með því að draga úr lýsingu, bæta hönnun og frágang ljósa og beina ljósgeislum niður.[5] Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til dæmis gefið út leiðbeiningar um ljósvist í grónum hverfum.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Falchi, Fabio; Cinzano, Pierantonio; Duriscoe, Dan; Kyba, Christopher C. M.; Elvidge, Christopher D.; Baugh, Kimberly; Portnov, Boris A.; Rybnikova, Nataliya A.; Furgoni, Riccardo (1. júní 2016). „The new world atlas of artificial night sky brightness“. Science Advances. 2 (6): e1600377. arXiv:1609.01041. Bibcode:2016SciA....2E0377F. doi:10.1126/sciadv.1600377. ISSN 2375-2548. PMC 4928945. PMID 27386582.
- ↑ Pain, Stephanie (23. mars 2018). „There goes the night“. Knowable Magazine. Annual Reviews. doi:10.1146/knowable-032218-043601. Afrit af uppruna á 11. mars 2021. Sótt 26. mars 2018.
- ↑ Kyba, Christopher C. M.; Kuester, Theres; Sánchez de Miguel, Alejandro; Baugh, Kimberly; Jechow, Andreas; Hölker, Franz; Bennie, Jonathan; Elvidge, Christopher D.; Gaston, Kevin J.; Guanter, Luis (nóvember 2017). „Artificially lit surface of Earth at night increasing in radiance and extent“. Science Advances. 3 (11): e1701528. Bibcode:2017SciA....3E1528K. doi:10.1126/sciadv.1701528. PMC 5699900. PMID 29181445.
- ↑ Sánchez de Miguel, Alejandro; Bennie, Jonathan; Rosenfeld, Emma; Dzurjak, Simon; Gaston, Kevin J. (janúar 2021). „First Estimation of Global Trends in Nocturnal Power Emissions Reveals Acceleration of Light Pollution“. Remote Sensing (enska). 13 (16): 3311. Bibcode:2021RemS...13.3311S. doi:10.3390/rs13163311. hdl:10261/255323. ISSN 2072-4292.
- ↑ Þorsteinn Vilhjálmsson og Sævar Helgi Bragason (26.6.2003). „Hvað er átt við með ljósmengun, er það mikið vandamál á Íslandi og hvað er til ráða gegn því?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Ljósvist: Skipulag ljósvistar í grónum hverfum“ (PDF). Hverfisskipulag Reykjavíkur. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. 14.12.2018.