Orómóar

Þjóðarbrot í Eþíópíu

Orómóar (orómó: Oromoo; ge'ez: ኦሮሞ) eru þjóðflokkur frá horni Afríku sem býr í Eþíópíu, aðallega á sambandssvæðinu Orómíu, en einnig í Sómalíu og í norðurhluta Keníu.[1][2] Þeir eru fjölmennasti þjóðflokkurinn í Eþíópíu og á horni Afríku. Samkvæmt manntali frá árinu 2007[3][4] eru þeir um 34,5 % af íbúum Eþíópíu en þeir kunna einnig að nema um 40 % landsmanna.[2][5] Orómóar í Eþíópíu eru rúmlega 35 milljónir talsins af íbúafjölda sem nemur um 102 milljónum.[6]

Orómóastúlkur í Eþíópíu.
Balcha Safo, eþíópískur herforingi af Orómó-þjóðerni. Hann tók meðal annars þátt í orrustunni við Adúa.

Orómóar tala orómó að móðurmáli, sem er kúsískt tungumál af ætt afróasískra mála. Orðið Orómó birtist fyrst í rituðum heimildum árið 1893 en var orðið algengt á seinni hluta 20. aldar.[7][8]

Frá 8. öld til 19. aldar, á svokallaðri „öld prinsanna“ (Zemene Mesafent), voru Orómóar ríkjandi þjóð í norðurhluta Eþíópíu. Sumir þeirra háðu stríð gegn kristnum nágrönnum sínum í norðri og múslimum í suður- og austurhluta horns Afríku.[9][10][11] Þótt meirihluti Orómóa hafi tekið upp kristni eða íslamstrú í gegnum aldirnar aðhyllast sumir þeirra enn hefðbundnu eingyðistrúna Waaqeffanna.

Nafnsifjar

breyta

Í ýmsum heimildum má finna önnur afbrigði af þjóðarheitinu Orómó: Ilma Orma, Oremon, Orma,[12] Oromata, Oromo[13] auk þess sem til eru eldri heiti sem nú þykja niðrandi (Khotis, Gala, Galla, Gallas, Gallinyas o.fl.).

Mál- og mannfræðirannsóknir benda til þess að Orómóar hafi sennilega komið frá svæðunum í kring um stöðuvötnin Chamo og Chew Bahir.[7][14] Þetta voru Kússítar sem höfðu búið í austur- og norðausturhluta Afríku frá byrjun fyrsta árþúsundsins eða lengur. Í stríði Adal og Eþíópíu á 16. öld lögðu Orómóar undir sig landsvæði beggja stríðsaðila.[15]

Fjöldi

breyta

Samkvæmt manntali árið 1994[16] voru Orómóar þá 32,1 % af landsmönnum Eþíópíu, eða um 26 milljónir manns. Þeir voru þá fjölmennasti þjóðflokkur landsins á undan Amhörum (30,1 %).

Í manntali árið 2007 voru Orómóar 34,5 % landsmanna og Amharar 26,9 %.[16] Af 73.750.932 manns í manntalinu sögðust 25.363.756 vera Orómóar.[17]

Tungumál

breyta

Orómóar tala samnefnt tungumál (einnig kallað oromiffa), kúsískt tungumál sem á sér ýmsar mállýskur eftir landshlutum. Fólk með orómó að móðurmáli býr jafnframt í nokkrum öðrum löndum á horni Afríku, meðal annars Djíbútí, Sómalíu og Keníu.

Trúarbrögð

breyta

Um helmingur Orómóa aðhyllist íslamstrú, um fjórðungur er í eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni og hinir aðhyllast ýmist mótmælendatrú eða hefðbundna eingyðistrú.[16]

Söguágrip

breyta
 
Abiy Ahmed, núverandi forsætisráðherra Eþíópíu, er fyrsti Orómóinn sem hefur stjórnað landinu.

Orómóar eru hugsanlega komnir frá norðurhluta Borena-svæðisins í Orómíu.[18] eða frá héraðinu Bale.[19] Bæði héruðin eru í suðurhluta Eþíópíu. Á 16. öld fluttust margir Orómóar búferlum til norðurhluta landsins vegna innrása Ahmeds Gragn í landið. Í flutningunum blönduðust Orómóar öðrum menningarhópum, sem tóku upp siði Orómóanna.[20]

Frá árinu 2004 hefur stundum komið til ofbeldis milli Orómóa og Sómala við endimörk menningarsvæðanna.[21] Í september árið 2017 leiddu bardagar milli þjóðflokkanna, sem tengdust baráttu um nytsamlegt ræktarland, til dauða og flótta fjölda fólks burt af svæðinu.[22]

Tilvísanir

breyta
 1. Merriam-Webster Inc, Frederick C. Mish, Merriam-Webster's Collegiate Dictionary, (Merriam-Webster: 2003), bls. 876
 2. 2,0 2,1 Tesema Ta'a (2006). The Political Economy of an African Society in Transformation. Otto Harrassowitz Verlag. bls. 17. ISBN 978-3-447-05419-5.
 3. Central Statistical Agency (2008). „TABEL 5: Population size of Regions by Nations/Nationalities (ethnic group) and Place of Residence: 2007“. Census 2007 (PDF). Addis Ababa: Central Statistical Agency. bls. 16. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27. september 2016.
 4. The CSA estimates a population growth of 7.6% between the time the census was conducted and the date of its approval: „Ethiopia population soars to near 77 million: census“. AFP. 4. desember 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. desember 2008. Sótt 3. október 2020.
 5. Anthony Appiah; Henry Louis Gates (2010). Encyclopedia of Africa. Oxford University Press. bls. 433. ISBN 978-0-19-533770-9.
 6. Ethiopia: People & Society Geymt 24 desember 2018 í Wayback Machine, CIA Factbook (2016)
 7. 7,0 7,1 Tesema Ta'a (2006). The Political Economy of an African Society in Transformation: the Case of Macca Oromo (Ethiopia). Otto Harrassowitz Verlag. bls. 17–19. ISBN 978-3-447-05419-5.
 8. Mohammed Hassen (2015). The Oromo and the Christian Kingdom of Ethiopia: 1300-1700. Boydell & Brewer (upphaflega: Cambridge University Press). bls. 2–3. ISBN 978-1-84701-117-6.
 9. Richard Pankhurst (1997). The Ethiopian Borderlands: Essays in Regional History from Ancient Times to the End of the 18th Century. The Red Sea Press. bls. 279–280. ISBN 978-0-932415-19-6.
 10. Mohammed Hassen, Conquest, Tyranny, and Ethnocide against the Oromo: A Historical Assessment of Human Rights Conditions in Ethiopia, ca. 1880s–2002, Northeast African Studies Volume 9, Number 3, 2002 (New Series)
 11. Arne Perras (2004). Carl Peters and German Imperialism 1856-1918: A Political Biography. Oxford University Press. bls. 154–157. ISBN 978-0-19-926510-7.
 12. Günther Schlee, « Who are the Orma? The problem of their identification in a wider Oromo framework » Geymt 20 maí 2009 í Wayback Machine, í Working Paper nr. 170, Bielefeld University, Sociology of Development Research Centre, 1992
 13. Source RAMEAU, BnF [1]
 14. Herbert S. Lewis (1966). „The Origins of the Galla and somali“. The Journal of African History. Cambridge University Press. 7 (1): 27–46. doi:10.1017/s0021853700006058.
 15. Patrick Gikes (2002). „Wars in the Horn of Africa and the dismantling of the Somali State“. African Studies. University of Lisbon. 2: 89–102. Sótt 3. október 2020.
 16. 16,0 16,1 16,2 Recensement de 1994 Geymt 24 desember 2018 í Wayback Machine sur le site de la CIA.
 17. Ethiopia. Population and Housing Census 2007 Report, National, bls. 73, [2]
 18. Lewis [1966].
 19. Mohamed Hassen [1994], 1. kafli
 20. «During the pastoral Oromo migration to and the settlement in the Gibe region, the indigenous people were mainly absorbed and assimilated, and in the process the Oromo population expanded rapidly», Mohamed Hassen [1994], bls. 196.
 21. «Des centaines de morts dans des violences interethniques en Éthiopie», Le Monde, 25/9/2017.
 22. «Éthiopie. Les violences interethniques ont fait des centaines de morts», Ouest France, 25/9/2017.