Bláa Níl er önnur aðalþverá Nílar (hin er Hvíta Níl). Hún á upptök sín í Sakala-uppsprettunum norðan við Tanavatn í Eþíópíu í um 1.800 m hæð og rennur þaðan yfir Eþíópíuhásléttuna um allt að 1.500 metra djúpar gjár um 1.600 km langa leið þar til hún mætir Hvítu Níl við Kartúm í Súdan.

Bláa Níl heitir svo vegna þess að vatnið í henni er oftast miklu tærara en gráleitt vatnið í Hvítu Níl.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.