Heródótos
Heródótos frá Halikarnassos (um 490 – 425 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari sem ritaði um sögu Persastríðanna. Heródótos hefur bæði verið nefndur faðir sagnfræðinnar (af Cíceró) og faðir lyga. Hann er gjarnan talinn fyrstur manna til að reyna að sannprófa sögulegar staðreyndir. Forverar Heródótosar voru svokallaðir lógógrafar sem viðuðu að sér sögulegum fróðleik af ýmsu tagi, ekki síst staðbundnum fróðleik, svo sem um sögu tiltekinnar borgar frá upphafi hennar, og gjarnan var sá fróðleikur blandaður goðsögnum. Heródótos markar tímamót að því leyti að í söguritun hans felst úrvinnsla af því tagi sem gjarnan er talin forsenda sagnfræði á síðari tímum. Heródótos leitast þannig við að tvinna saman ýmsa frásöguþræði, til að mynda atburðarás í Asíu og Evrópu, sem síðar tengjast, og greinir hann orsakir og afleiðingar í framrás sögunnar. Auk þess vann hann með heimildir á gagnrýninn hátt, enda þótt sagnfræðileg nákvæmni verks hans um Persastríðin hafi verið dregið í efa og sumir, til að mynda Þúkýdídes, vilji flokka hann með áðurnefndum lógógröfum fremur en sem föður sagnfræðinnar.
Heimildir og ítarefni
breyta- Guðmundur J. Guðmundsson, „Grísk sagnaritun frá Hekateosi til Pólýbíosar“ hjá Sigurði A. Magnússyni, Kristjáni Árnasyni og Ástráði Eysteinssyni (ritstj.), Grikkland ár og síð (Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991).
- Hornblower, Simon (ritstj.), Greek Historiography (Oxford: Clarendon Press, 1994).
- Luce, T.J., The Greek Historians (London: Routledge, 1997).
- Marincola, John (ritstj.), A Companion to Greek and Roman Historiography (Oxford: Blackwell, 2007).
- Romm, James, Herodotus (New Haven: Yale University Press, 1998).
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- „Hver var Heródótos frá Halikarnassos?“. Vísindavefurinn.
- The History of Herodotus hjá The Internet Classics Archive (ensk þýðing eftir George Rawlinson)
- Heródótos frá Halíkarnassos; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1982