8. öldin f.Kr.

öld

8. öldin fyrir Krists burð eða 8. öldin fyrir okkar tímatal er tímabilið frá byrjun ársins 800 f.Kr. til enda ársins 701 f.Kr. Á þessari öld lögðu Núbíumenn undir sig Egyptaland hið forna og Nýja Assýríuveldið náði hátindi sínum. Assýríumenn lögðu konungsrikið Ísrael undir sig og ráku íbúana í útlegð.

Árþúsund: 1. árþúsundið f.Kr.
Aldir: 9. öldin f.Kr. · 8. öldin f.Kr. · 7. öldin f.Kr.
Áratugir:

800–791 f.Kr. · 790–781 f.Kr. · 780–771 f.Kr. · 770–761 f.Kr. · 760–751 f.Kr.
750–741 f.Kr. · 740–731 f.Kr. · 730–721 f.Kr. · 720–711 f.Kr. · 710–701 f.Kr.

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

Grikkland hið forna hóf að stofna nýlendur í kringum Miðjarðarhaf og Svartahaf. Róm var stofnuð 753 f.Kr. og Etrúrar stækkuðu yfirráðasvæði sín á Ítalíu. Venja er að rekja upphaf klassískrar fornaldar til þessarar aldar. Fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir 776 f.Kr. og Hómerskviður eru taldar samdar frá miðri 8. öld til miðrar 7. aldar f.Kr.

Í Kína hófst Vor og hausttímabilið á 8. öld f.Kr.

Ár 8. aldar f.Kr. breyta