Avaris (úr grísku: αυαρις; fornegypska: ḥw.t-wˁr.t, „hús umdæmisins“) var hafnarborg austast í Nílarósum og höfuðborg Egyptalands hins forna á tímum fimmtándu konungsættarinnar. Borgin var eyðilögð þegar Kamósis hélt í herför gegn hyksoskonungunum um 1550 f.Kr.. Síðar reisti Tútmósis 3. þar höll sem var skreytt með mínóískum freskum. Ramses 1. reisti sér höfuðborgina Per-Ramses rétt norðan við Avaris sem á endanum varð hluti af þeirri borg.

Brot af mínóskri fresku frá tímum átjándu konungsættarinnar frá Avaris.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.