Glacier Bay-þjóðgarðurinn og verndarsvæði
(Endurbeint frá Glacier Bay National Park and Preserve)
Glacier Bay-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska:Glacier Bay National Park and Preserve) er þjóðgarður í suðaustur-Alaska vestur af borginni Juneau. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1980 en svæði við Glacier Bay hafði áður verið svokallað national monument frá 1917. Svæði þjóðgarðsins þekur 13.287 km2. Skriðjöklar mæta sjónum í Glacier Bay. Suður af þjóðgarðurinn er þjóðskógurinn Tongass National Forest. Engir vegir eru að þjóðgarðinum en farið er með flugi og skipum þangað. Um 80% gesta koma með skemmtiferðaskipum.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Glacier Bay-þjóðgarðurinn og verndarsvæði.
Fyrirmynd greinarinnar var „Glacier Bay National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóv. 2016.