Elgur (fræðiheiti: Alces alces) er stórt hjartardýr sem lifir í skógum um allt norðurhvelið, frá Noregi til Kanada. Elgurinn er stærsta hjartardýrið og er einkennisdýr í mörgum norðlægum héruðum í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Finnlandi, Bandaríkjunum (Alaska) og Kanada. Þeir lifa einkum á laufi birkis og víðis, smágreinum, könglum og trjáberki en geta ekki bitið gras eða mosa á jörðu niðri vegna þess hve þeir eru hálsstuttir.

Elgur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Hjartardýr (Cervidae)
Ættkvísl: Alces
Gray, 1821
Tegund:
A. alces

Tvínefni
Alces alces
(Linnaeus, 1758)
Útbreiðsla elgs
Útbreiðsla elgs
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.