Elgur (fræðiheiti: Alces alces) er stórt hjartardýr sem lifir í skógum um allt norðurhvelið, frá Noregi til Kanada. Elgurinn er stærsta hjartardýrið og er einkennisdýr í mörgum norðlægum héruðum í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Bandaríkjunum (Alaska) og Kanada. Þeir lifa einkum á laufi birkis og víðis, smágreinum, könglum og trjáberki en geta ekki bitið gras eða mosa á jörðu niðri vegna þess hve þeir eru hálsstuttir.

Elgur
Lonesome-Lake-Moose.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Hjartardýr (Cervidae)
Ættkvísl: Alces
Gray, 1821
Tegund:
A. alces

Tvínefni
Alces alces
(Linnaeus, 1758)
Útbreiðsla elgs
Útbreiðsla elgs
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.