Sjá einnig: Atlantshafslax sem er í daglegu máli nefndur lax.

Lax er samheiti nokkurra fisktegunda af ætt laxfiska (Salmonidae), sem einnig inniheldur silunga. Heimkynni laxa er í Atlantshafi og Kyrrahafi, og einnig í ýmsum stöðuvötnum.

Lax
Atlantshafslax (Salmo salar).
Atlantshafslax (Salmo salar).
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirflokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Salmoniformes
Ætt: Salmonidae
Undirætt: Salmoninae
Atlantshafslax, Salmo salar.

Laxar eru göngufiskar. Þeir klekjast út í ferskvatni og þar alast seiðin upp, oftast í þrjú ár, en ganga þá til sjávar, þar sem laxinn er svo þangað til hann verður kynþroska. Það tekur oftast 1-3 ár. Þá gengur hann aftur upp í ána sem hann ólst upp í og hrygnir þar. Yfirleitt gengur hann í árnar á sumrin, frá maí fram í október, en þó langmest um mitt sumar. Nú er lax einnig alinn í eldisstöðvum og er þar þá frá því að seiðin klekjast út þar til fullvöxnum laxinum er slátrað.

Laxveiði hefur verið stunduð á Íslandi frá landnámsöld. Alls veiðist lax í um 80 íslenskum ám. Laxveiðiár eru flestar á svæðinu frá Þjórsá vestur og norður um land að Laxá í Aðaldal. Fyrr á öldum var laxinn veiddur í net og laxakistur en nú er aðeins leyft að veiða hann í net á örfáum stöðum, annars er hann veiddur á stöng.

Lax er vinsæll matfiskur og er talinn hollur vegna þess að hann inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum. Hann er soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða grafinn. Einnig er hann mjög vinsæll í sashimi og sushi.

TenglarBreyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Baillie, J. and Groombridge, B. (1996). Salmo salar. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 1996: e.T14144A4408913. doi:10.2305/iucn.uk.1996.rlts.t19855a9026693.en. Sótt 26. ágúst 2016.[óvirkur hlekkur]