Lax
Lax er samheiti nokkurra fisktegunda af ætt laxfiska (Salmonidae), sem einnig inniheldur silunga. Heimkynni laxa er í Atlantshafi og Kyrrahafi, og einnig í ýmsum stöðuvötnum.
Lax | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Laxar eru göngufiskar. Þeir klekjast út í ferskvatni og þar alast seiðin upp, oftast í þrjú ár, en ganga þá til sjávar, þar sem laxinn er svo þangað til hann verður kynþroska. Það tekur oftast 1-3 ár. Þá gengur hann aftur upp í ána sem hann ólst upp í og hrygnir þar. Yfirleitt gengur hann í árnar á sumrin, frá maí fram í október, en þó langmest um mitt sumar. Nú er lax einnig alinn í eldisstöðvum og er þar þá frá því að seiðin klekjast út þar til fullvöxnum laxinum er slátrað.
Laxveiði hefur verið stunduð á Íslandi frá landnámsöld. Alls veiðist lax í um 80 íslenskum ám. Laxveiðiár eru flestar á svæðinu frá Þjórsá vestur og norður um land að Laxá í Aðaldal. Fyrr á öldum var laxinn veiddur í net og laxakistur en nú er aðeins leyft að veiða hann í net á örfáum stöðum, annars er hann veiddur á stöng.
Lax er vinsæll matfiskur og er talinn hollur vegna þess að hann inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum. Hann er soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða grafinn. Einnig er hann mjög vinsæll í sashimi og sushi.
TenglarBreyta
- ↑ Baillie, J. and Groombridge, B. (1996). „Salmo salar“. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 1996: e.T14144A4408913. doi:10.2305/iucn.uk.1996.rlts.t19855a9026693.en. Sótt 26. ágúst 2016.[óvirkur hlekkur]