Lax (fræðiheiti: Salmo) er ættkvísl fiska af laxaætt (Salmonidae) og telur um fimmtíu tegundir. Á íslensku orðið lax er samheiti nokkurra fisktegunda af ætt laxfiska, sem einnig inniheldur silunga. Heimkynni laxa er í Atlantshafi og Kyrrahafi, og einnig í ýmsum stöðuvötnum.

Lax
Atlantshafslax (Salmo salar).
Atlantshafslax (Salmo salar).
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirflokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Salmoniformes
Ætt: Salmonidae
Undirætt: Salmoninae
Ættkvísl: Lax (Salmo)
Atlantshafslax, Salmo salar.

Lýsing

breyta

Smáir eða miðlungsstórir fiskar, all-þéttvaxnir og nokkuð þunnvaxnir, með mjög sterka stirtlu, en þó vel vaxnir og rennilegir. Höfuðið er miðlungstórt, frammjótt og munnurinn nokkuð stór, með sterkum hvössum tönnum á miðskolts- og efraskoltsbeinum, gómbeinum, plógbeini, tungu og neðra skolti. Gelgjur 9-13, þunnar og breiðar (sem bjúgsverð), tálknbogatindarnir stuttir og digrir. Uggar eru allir smáir, nema spoðurinn; kviðuggarnir eru undir bakugga og dálítil húðtota aftan við rót þeirra. Hreistrið er fremur smátt, slétt; rákin heil. Skúflangar margir. Liturinn er meira eða minna dröfnóttur og seiðin með þverrákir (bröndótt) eða bletti á hliðum. Tíðast fá þær hrygningarbúning og hængarnir eru að jafnaði stærri en hrygnurnar. Annars er litur og margt annað mjög breytilegt á sömu tegundum eftir aldri, dvalarstað, árstíð o. fl[2].

Heimkynni

breyta

Ættkvíslin á heima viða í tempruðum og köldum hlutum norðurhvelsins, bæði í Evrópu, Asíu og Ameríku, einkum í kaldtempruðum löndum og sumar tegindir hafa verið fluttar frá Ameríku til Evrópu eða til suðurhvelsins[2].

Lífshættir

breyta

Laxar eru göngufiskar. Þeir klekjast út í ferskvatni og þar alast seiðin upp, oftast í þrjú ár, en ganga þá til sjávar, þar sem laxinn er svo þangað til hann verður kynþroska. Það tekur oftast 1-3 ár. Þá gengur hann aftur upp í ána sem hann ólst upp í og hrygnir þar. Yfirleitt gengur hann í árnar á sumrin, frá maí fram í október, en þó langmest um mitt sumar.

Allar tegundir hrygna aðeins í ósöltu vatni, en margir lifa langdvölum í sjó; ýmsir náttúrufræðingar líta svo á, að þær séu að uppruna í raun og veru sjófiskar, sem hafi smámsaman leitað upp í ósalt vatn til hrygningar og hafi sumar orðið innlyksa þar[2].

Laxar á Íslandi

breyta

Hér á landi eru aðeins tvær tegundir af þessari ættkvísl: atlantshafslax (Salmo salar) og urriði (Salmo trutta)[3].

Laxveiði hefur verið stunduð á Íslandi frá landnámsöld [heimild vantar]. Alls veiðist lax í um 80 íslenskum ám. Laxveiðiár eru flestar á svæðinu frá Þjórsá vestur og norður um land að Laxá í Aðaldal. Fyrr á öldum var laxinn veiddur í net og laxakistur en nú er aðeins leyft að veiða hann í net á örfáum stöðum, annars er hann veiddur á stöng. Nú er lax einnig alinn í eldisstöðvum og er þar þá frá því að seiðin klekjast út þar til fullvöxnum laxinum er slátrað.

Nýtsemi

breyta

Lax er vinsæll matfiskur og er talinn hollur vegna þess að hann inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum. Hann er soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða grafinn. Einnig er hann mjög vinsæll í sashimi og sushi.

Tegundir laxa

breyta

Það eru alls 50 tegundir teljast til laxaættkvíslarinnar[4]:

Myndir

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Baillie, J. and Groombridge, B. (1996). Salmo salar. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 1996: e.T14144A4408913. doi:10.2305/iucn.uk.1996.rlts.t19855a9026693.en. Sótt 26. ágúst 2016.[óvirkur tengill]
  2. 2,0 2,1 2,2 Bjarni Sæmundsson (1926). Íslensk dýr I. Fiskarnir (Pisces Islandiæ). Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. bls. 338-339.
  3. Gunnar Jónsson; Jónbjörn Pálsson (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Mál og menning. bls. 340. ISBN 978-9979-3-3369-2.
  4. „FishBase“. FishBase (enska). Leibniz Institute of Marine Sciences. Sótt 15. nóvember 2021.