Alaska-fjallgarðurinn
Alaska-fjallgarðurinn (enska: The Alaska Range) er um 650 kílómetra langur fjallgarður í Suður-Alaska. Hann nær frá Clark-vatni í suðvestri til Hvítár í Júkon, Kanada. Í fjallgarðinum eru hæstu fjöll heims utan Asíu og Andes-fjalla. Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku, er hluti hans.
Meðal þjóðgarða innan fjallanna eru: Wrangell–St. Elias-þjóðgarðurinn og verndarsvæði, Denali-þjóðgarðurinn og verndarsvæði og Lake Clark-þjóðgarðurinn og verndarsvæði. George Parks-þjóðvegurinn frá Anchorage til Fairbanks liggur um lægri fjöll svæðisins og Richardson-þjóðvegurinn liggur frá Valdez til Fairbanks (Alaska-olíuleiðslan er samsíða veginum).
Helstu tindar
breyta- Denali (6190 m)
- Mount Foraker (5304 m)
- Mount Hunter (4442 m)
- Mount Hayes (4216 m)
- Mount Silverthrone (4029 m)
- Mount Moffit (3970 m)
- Mount Deborah (3761 m)
- Mount Huntington (3730 m)
- Mount Brooks (3624 m)
- Mount Russell (3557 m)
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Alaska-fjallgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Alaska Range“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. feb. 2017.