Amerísk frumbyggjamál

Amerísk frumbyggjamál eru um 1000 tungumál upprunnin meðal frumbyggja Ameríku sem 25 milljónir manna tala í dag. Þessi tungumál skiptast í um hundrað málaættir sem margar eru alls óskyldar. Mörg þessara mála eru auk þess stakmál sem tilheyra engri þekktri málaætt. Auk þess eru mörg mál sem eru enn órannsökuð.

Majaskrifletur frá Mið-Ameríku.

Þessi mál eru oft flokkuð landfræðilega í frumbyggjamál Norður-Ameríku, frumbyggjamál Mið-Ameríku og frumbyggjamál Suður-Ameríku.

Norðuramerísk frumbyggjamál eru flokkuð í 29 málaættir, en 27 mál eru stakmál eða óflokkuð mál. Stærstu málaættirnar (eftir fjölda mælenda) eru Na-Dene mál, alkínsk mál og uto-astekamál. Astekamálin eru langmest töluð vegna fjölda mælenda á nahúatl. Vegna fjölbreytni þessara mála hefur reynst erfitt að sýna fram á skyldleika milli þeirra, en stungið hefur verið upp á tveimur stórum yfirættum: penútísk mál og hokan-mál.

Til miðamerískra mála teljast meðal annars oto-mangve mál sem eru Majamál.

Suðuramerísk frumbyggjamál eru um 350 töluð í dag og greinast í um 100 málaættir. Þessi mál hafa almennt verið minna rannsökuð en norðuramerísku málin. Þau stærstu eru gvaraní og quechua sem hvort er með yfir 5 milljón málhafa, en auk þeirra er ajmaríska með um 1,7 milljón málhafa. Stungið hefur verið upp á flokkun þessara mála í þrjá meginflokka: makró-tsíbtsönsk mál, ge-pano-karíbsk mál og andes-miðbaugsmál.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.