George Vancouver

Talið er að mynd þessi sýni hr. Vancouver en það er ekki vitað með vissu. Höfundur óþekktur.

George Vancouver (22. júní 175710. maí 1798) var breskur liðsforingi í konunglega sjóhernum, einkum þekktur fyrir könnunarleiðangur á árunum 1791–95, þar sem svæði um norðvestanverða Norður-Ameríku, frá Alaska suður til Oregon, voru könnuð og kortlögð. Ennfremur kannaði hann Hawaii og suðvesturströnd Ástralíu.

Í höfuð hans eru nefnd ekki aðeins Vancouver (eyja og borg) í Kanada heldur ennfremur Vancouver í Washington-fylki í Bandaríkjunum, Vancouver-fjall á landamörkum Alaska og Júkon og sjötta hæsta fjall Nýja-Sjálands.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.