Holti Þorgrímsson

Holti Þorgrímsson (d. 1348) var Norðmaður sem var hirðstjóri á Íslandi frá 1346 til dauðadags.

„Kom út Holti bóndi Þorgrímsson með hirðstjórn yfir öllu landinu, og var honum skipað að sjá um konungseignir,“ segir í annálum við árið 1346. Hann studdi norðlenska bændur í baráttu þeirra gegn landa sínum Ormi Áslákssyni biskupi, sem gekk hart fram við að heimta af þeim fé. Þó virðist hann ekki hafa aflað sér vinsælda því að við árið 1348 stendur í annálum: „Andaðist Holti hirðstjóri og hörmuðu það fáir.“

Holti var að öllum líkindum fyrsti hirðstjórinn sem hafði aðsetur á Bessastöðum og ekkja hans gaf mikið fé til Bessastaðakirkju eftir lát hans.


Fyrirrennari:
Grímur Þorsteinsson
Hirðstjóri
(13461348)
Eftirmaður:
Ólafur Bjarnarson