Verndardýrlingur
Verndardýrlingur er dýrlingur, sem talinn er sérstakur málsvari á himnum fyrir heimsálfu, þjóð, stað, atvinnugrein, starfsstétt eða það fólk, sem á erfitt vegna tiltekins sjúkdóms eða annarra atvika. Þessi trú tekur til þeirra kristnu kirkjusamfélaga, sem viðurkenna dýrlinga sem talsmenn hinna trúuðu gagnvart Guði. Sem dæmi er Þorlákur helgi verndardýrlingur Íslands en Ólafur helgi verndardýrlingur Noregs, því að báðir eru álitnir hafa oft veitt landsmönnum sínum lið. Vel má þó biðja til þeirra um málefni, sem tengjast ekki þessum löndum, eða snúa sér til fleiri helgra manna með íslensk og norsk málefni.