Sakkara
Sakkara (arabíska: سقارة) er forn grafreitur í Egyptalandi í Nílarósum. Sakkara var grafsvæði borgarinnar Memfis sem var höfuðborg Gamla ríkisins. Þar er meðal annars að finna elsta pýramídann, Djoserpýramídann. Eftir að Gamla ríkið leið undir lok var grafreiturinn áfram notaður af fyrirfólki fram undir lok síðtímabilsins.