Akhenaten

(Endurbeint frá Akenaten)

Akhenaten var faraó í Egyptalandi. Hann var fyrstu fimm ár sautján ára valdaferils síns þekktur undir nafninu Amenhotep IV. Hann ríkti í 17 ár og er talinn hafa látist árið 1336 f.Kr. eða 1334 f.Kr. Hann reyndi að koma á eingyðistrú í Egyptalandi. Eftir fjögur ár í valdastólik hóf hann að byggja nýja höfuðborg Egyptalands sem helguð var sólguðinum Aten. Eftir andlát hans tóku landsmenn upp fjölgyðistrú. Varðveist hefur óður til sólguðsins Aten frá þessum tíma. Akhenaten var gleymdur þar til grafhýsi hans fannst. DNA-rannsóknir frá 2010 sýna að Tutankhamun var sonur Akhenatens.

Stytta af Akhenaten