Ástríkur og víðfræg afrek hans

Ástríkur og víðfræg afrek hans (franska: Astérix eða Astérix le Gaulois) er teiknimyndabókaflokkur sem var skapaður af rithöfundinum René Goscinny og teiknaranum Albert Uderzo fyrir teiknimyndasögublaðið Pilote. Ástríkur og félagar hans búa í Gaulverjabæ, sem er eini hluti Gallíu (Frakklands) sem Rómarher með Júlíus Sesar í fararbroddi hefur ekki náð að yfirtaka. Þetta er sökum mikils baráttuanda íbúanna og kraftaseyðis sem Sjóðríkur seiðkarl bruggar. Fyrsta ævintýrið um Ástrík birtist í Pilote 29. október 1959. Var Goscinny höfundur sagnanna allt þar til hann lést árið 1977, en eftir það samdi Uderzo sjálfur sögurnar og teiknaði þær. Uderzo settist í helgan stein árið 2008 og seldi þá útgáfuréttinn. Í kjölfarið tóku þeir Jean-Yves Ferri (höfundur) og Didier Conrad (teikningar) við bókaflokknum. Hafa nú komið út alls 39 bækur í bókaflokknum. Ævintýri Ástríks gallvaska eru meðal allra vinsælustu evrópsku teiknimyndasagnanna. Bækurnar hafa selst í yfir hundruðum milljóna eintaka og verið þýddar á meira en 100 tungumál og mállýskur.

Sögurnar

breyta

Sögusvið Ástríksbókanna er Gallía og ýmsir hlutar Rómverska heimsveldisins um árið 50 f. Krist og má reikna með að persóna Ástríks sá um þrítugt. Hann er smávaxinn og ætíð eins til fara: Í rauðum buxum, svörtum ermalausum bol, með vængjaðan hjálm á höfði og veglegt yfirvaraskegg. Ástríkur er ásamt Sjóðríki seiðkarli rödd skynseminnar í gaulverska bænum sínum, sem tekst að halda sjálfstæði sínu gegn Júlíusi Sesari og Rómarveldi. Með hjálp töfraseyðis sem gefur ofurkrafta tekst Ástríki og öðrum bæjarbúum að hrinda sérhverri árás ofureflisins. Í mörgum bókanna neyðist Ástríkur til að leggja í ferðalög til fjarlægra landa ásamt Steinríki vini sínum, en sögunum lýkur einatt á að þeir snúa aftur að verkefni loknu og er fagnað með veislu. Ástríkur er piparsveinn og er oft vikið að þeirri staðreynd í sögunum, ekki hvað síst í seinni bókunum sem Albert Uderzo samdi einn eftir dauða félaga síns. Í þeim bókum ber mun meira á rómantík og gamansamri umfjöllun um samskipti kynjanna en í fyrri sögum.

Nokkrar helstu sögupersónur

breyta

Bækur

breyta

Ástríksbækurnar eru 39 bækur sem fjalla um Ástrík galvaska og félaga hans í Gaulverjabæ. Fjöldi þeirra voru gefnar út á íslensku á árunum 1974-1983. Þriðjungur bókanna hefur ekki komið út á íslensku. Froskur útgáfa hóf árið 2014 að gefa út Ástríksbækurnar að nýju. Bækur 1-24, 32 og 34 eru eftir Goscinny, bækur 25-31 og 33 eru eftir Uderzo einan og bækur 35-39 eru eftir Yves-Ferri og Conrad.

  1. Ástríkur gallvaski (1974), Astérix le Gaulois (1959)
  2. Ástríkur og gullsigðin (1980-81, 2019), La Serpe d'or (1960-1962) *
  3. Ástríkur og Gotarnir (1977, 2017), Astérix chez les Goths (1961-1963)
  4. Ástríkur skylmingakappi (1976, 2023), Astérix gladiateur (1962-1964)
  5. Ástríkur ekur hringveginn (1982), Le Tour de Gaule d'Astérix (1963-1965)
  6. Ástríkur og Kleópatra (1974, 2015), Astérix et Cléopâtre (1963-1965)
  7. Ástríkur og bændaglíman (1975), Le Combat des chefs (1964-1966)
  8. Ástríkur í Bretalandi (1974), Astérix chez les Bretons (1965-1966)
  9. Ástríkur og víkingarnir (2014), Astérix et les Normands (1966-1967)
  10. Ástríkur í útlendingahersveitinni (1976), Astérix légionnaire (1966-1967)
  11. Ástríkur skjaldsveinn (ekki komið út á íslensku), Le Bouclier arverne (1967-1968)
  12. Ástríkur ólympíukappi (1975), Astérix aux Jeux Olympiques (1968)
  13. Ástríkur og grautarpotturinn (1981), Astérix et le chaudron (1968-1969)
  14. Ástríkur á Spáni (1976), Astérix en Hispanie (1969)
  15. Ástríkur og rómverski flugumaðurinn (1975), La Zizanie (1970)
  16. Ástríkur með innstæðu í Heilvitalandi (1979), Astérix chez les Helvètes (1970)
  17. Ástríkur á Goðabakka (1979-80), Le Domaine des dieux (1971) *
  18. Ástríkur og lárviðarkransinn (1979), Les Lauriers de César (1971-1972)
  19. Ástríkur og falsspámaðurinn (1977), Le Devin (1972)
  20. Ástríkur á Korsíku (ekki komið út á íslensku), Astérix en Corse (1973)
  21. Ástríkur og vafasamar gjafir Sesars (1979), Le Cadeau de César (1974)
  22. Ástríkur heppni (1977), La Grande Traversée (1975)
  23. Steinríkur hf. (ekki komið út á íslensku), Obélix et compagnie (1976)
  24. Ástríkur í Belgíu (2022), Astérix chez les Belges (1979)
  25. Ástríkur gallvaski og þrætugjá (1980), Le Grand Fossé (1980)
  26. Hrakningasaga Ástríks (1982), L'Odyssée d'Astérix (1981)
  27. Ástríkur og sonur (1983), Le Fils d'Astérix (1983)
  28. Ástríkur og töfrateppið (ekki komið út á íslensku), Astérix chez Rahàzade (1987)
  29. Ástríkur og rauðsokkurnar (ekki komið út á íslensku), La Rose et le glaive (1991)
  30. Ástríkur í Atlantis (ekki komið út á íslensku), La Galère d'Obélix (1996)
  31. Ástríkur og Latravíata (2021), Astérix et Latraviata (2001)
  32. Skálkar á skólabekk (smásögur, ekki komið út á íslensku), Astérix et la rentrée gauloise (2003)
  33. Ástríkur og gereyðingarvopnin (ekki komið út á íslensku), Le ciel lui tombe sur la tête (2005)
  34. Afmæli Ástríks og Steinríks - Gullna bókin (ekki komið út á íslensku), L’Anniversaire d’Astérix et Obélix – Le Livre d’or (2009)
  35. Ástríkur í Piktalandi (2016), Astérix chez les Pictes (2013)
  36. Hinn stolni papýrus Sesars (2019), Le Papyrus Du César (2015)
  37. Ástríkur á þeysireið um Ítalíu (ekki komið út á íslensku), Astérix et la Transitalique (2017)
  38. Ástríkur og dóttir höfðingjans (ekki komið út á íslensku), La fille de Vercingétorix (2019)
  39. Ástríkur og griffínið (ekki komið út á íslensku), Astérix et le Griffon (2021)
  40. Ástríkur og hvíta írisblómið (ekki komið út á íslensku), L´Iris Blanc (2023)
  • Birtist sem framhaldssaga í Lesbók Morgunblaðsins.

Teiknimyndir

breyta

Gerðar hafa verið 10 Teiknimyndir í fullri lengd hafa þær allar komið út á Íslandi með Íslensku tali.

  • Ástríkur gallvaski (VHS 1990, 1996, DVD 2002), Astérix le Gaulois (1967)
  • Ástríkur og Kleópatra (VHS 1990, 1996, DVD 2002, 2004), Astérix et Cléopâtre (1968)
  • Ástríkur og þrautirnar 12 (VHS 1990, 1996, DVD 2002), Les douze travaux d'Astérix (1976)
  • Ástríkur og gjafir Sesars (1985)Astérix et la surprise de César
  • Ástríkur í Bretlandi (VHS 1996, DVD 2002), Astérix chez les Bretons (1986)
  • Ástríkur í útlendingaherdeildinni (VHS 1996, DVD 2002)
  • Ástríkur og falsspámaðurinn (VHS 2000, DVD 2002)
  • Ástríkur og víkingarnir (DVD 2006) Astérix et les Vikings ( 2006)
  • Ástríkur á Goðabakka (DVD 2016) Astérix le Domaine des dieux (2015)
  • Ástríkur og leyndardómur töfradrykksins (DVD 2019) Astérix le Secret de la Potion Magique (2018)

Kvikmyndir

breyta
  • Ástríkur og Steinríkur : gegn Sesari (VHS 2001), Astérix et Obélix : contre César (1999)
  • Ástríkur og Kleópatra (DVD 2004), Astérix & Obélix: Mission Cléopâtre (2002)
  • Ástríkur á Ólympíuleikunum 2008) Astérix aux Jeux Olympiques ( 2006)

Fjölmörg borðspil um Ástrík og félaga hafa verið gefin út í gegnum tíðina, ekkert þeirra á íslensku.

  • Astérix et la Potion magique útgefið af Jeux Noel (1970)
  • Astérix en Égypte útgefið af Jeux Noel (1971)
  • Le tour de Gaule d'Astérix útgefið af Jeux Dargaud (1978)
  • Les Voyages D'Asterix útgefið af Jeux Dargaud (1978)
  • Astérix et la potion magique útgefið af Jeux Nathan (1985)
  • Asterix the Board Game útgefið af Spear Spiele (1990)
  • Astérix et les Romains eða Asterix en de Romeinen eða Asterix und die Römer útgefið af Ravenburger (1990)
  • Asterix das Kartenspiel útgefið af FX Schmid-Spears (1992)
  • Astérix présente Obélix contre Hattack útgefið af Jeux Nathan (1996)
  • Asterix & Obelix - Die Lorbeeren des Caesar útgefið af N&W Spiele (1997)
  • Le Jeu Asterix útgefið af Druon (2001)
  • Asterix & Obelix útgefið af Kosmos (2006)
  • Astérix: Les Baffes útgefið af Kellogg's (2006)
  • Astérix: Le Défi de l'arène útgefið af Lansay (2007)
  • Astérix: Paf! le Romain útgefið af Atomic Mix (2012)

Árið 2006 voru gefin út fjölmörg klassísk borðspil með Ástríks þema, þar á meðal Monopoly, Cluedo, Draughts, Lúdó, Game of the Goose, Trivial Pursuit, Backgammon, Pay Day, Snakes and ladders, Quarto, og fleiri.[1]

Tölvuleikir

breyta

Gerðir hafa verið fjöldamargir tölvuleikir um Ástrík og félaga. Enginn þeirra er til á íslensku.

Tilvísanir

breyta
  1. „board games collection“. Asterix.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2010. Sótt 14. janúar 2014.