Basalt er basískt storkuberg (gosberg) samansett af plagíóklasi, ólivíni, pýroxeni og seguljárnsteins-steindum. Gjarnan er í því einnig basaltgler. Basalt er með kísilsýru innan við 52%.

Basaltmoli, grágrýti
Reynisfjara
Basalt Tetrahedron

Lýsing

breyta

Basalti er skipt niður í flokka eftir útliti og gerð:

Grunnmassi

breyta

Helstu steindirnar eru plagíóklas-feldspat, 40-50% bergsins; pýroxen, 40-50% og málmsteindir einsog oxíð af járni og títani. Fyrir utan þessar steindir þá er gríðarlegt magn af ólivíni.

Dílar

breyta

Dílar af plagíóklas-feldspati, ólivíni og pýroxen eru algengir í basalti.

Það sem einkennir díla er að þeir sökkva niður í basaltbráð, bæði í hraunum sem bólstrum. Á þetta aðallega við dökku dílana en líka feldspatdíla sem oftast eru kalsíumríkir og eðlisþyngri en móðurkvikan.

Uppruni og Útbreiðsla

breyta

Berggrunnur Íslands er að meirihluta til úr basalti og um 70% af heildaryfirborði jarðar er talið vera basalt enda myndar það víðast hvar botn úthafanna. Basalt myndast í eldgosum bæði ofansjávar og neðan og sem innskotsberg í jarðskorpunni.

Tenglar

breyta
  • „Hvað er basalt?“. Vísindavefurinn.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson. 1999. Íslenska Steinabókin 2. prentun. ISBN 9979-3-1856-2