Karfi (fræðiheiti: Sebastes) er ættkvísl fiska af karfaætt og telur um hundrað tegundir. Flestar þessara tegunda lifa í Norður-Kyrrahafi, en ein tegund lifir í Suður-Kyrrahafi og Suður-Atlantshafi, og fjórar tegundir lifa í Norður-Atlantshafi.

Karfi
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Karfaætt (Scorpaenidae)
Ættkvísl: Karfi (Sebastes)
Tegundir

Sjá grein.

Karfar eru mikilvægir nytjafiskar. Við Ísland finnast einkum gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi og er oftast átt við gullkarfa þegar talað er um karfa á íslensku.

Fullorðinn karfi lifir á ljósátu og smáfiski, svo sem loðnu og síld, og fer víða í leit að æti en fæða yngri karfa er einkum ljósáta en einnig krabbadýr og fiskiseiði.

Nokkrar tegundir karfaBreyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.