Gæsalappir

greinarmerki („“)
(Endurbeint frá Tilvitnunarmerki)

Gæsalappir eða tilvitnunarmerki (annað hvort einfaldar (‚…‘) eða tvöfaldar („…“) gæsalappir) eru greinarmerki sem notuð eru til að afmarka beina ræðu, orðréttar tilvitnanir, einstök orð og orðasambönd (m.a. sérnöfn, til að gefa í skyn eða koma á framfæri háði eða kaldhæðni) o.fl. Þær samanstanda af opnunargreinarmerki og lokunargreinarmerki, og fer það eftir tungumáli, málvenjum o.fl. hvort þessi tvö merki eru sama táknið.

Orðsifjar

breyta

Orðið „gæsalappir“ er komið af þýska orðinu „gänsefüsschen“ sem er talmál, „gåsefødder“ þekkist í dönsku sem tökuorð úr þýsku en algengara er að tala um „gåseøjne“ eða „anførselstegn“. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið „gæsalappir“ er úr bókinni Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu til þess að skrifa íslenzku rjett og greinilega eftir Magnús Jónsson.

Gæsalappir í ýmsum tungumálum

breyta
Tungumál Venjubundnar Öðruvísi Bil
Tvöfaldar Einfaldar Tvöfaldar Einfaldar
Afríkanska „…” ‚…’
Albanska «…» ‹…› “…„ ‘…‚
Hvítrússneska «…» „…“
Búlgarska „…“ ‚…‘
Kínverska 「…」 『…』 “…” ‘…’²
Króatíska »…« ›…‹
Tékkneska „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Danska „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Hollenska „…” ‚…’ ”…” ’…’
Enska¹ “…” ‘…’ 1~2 pt
Eistneska «…» „…“
Finnska ”…” ’…’ »…» ›…›
Franska³ « … » ‹ … ›¹ “…” ‘…’ ¼ em
Þýska³ „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Gríska «…» ‹…› “…„ ‘…‚ 1 pt
Ungverska „…” »…«
Íslenska „…“ ‚…‘
Írska “…” ‘…’ 1~2 pt
Ítalska³ «…» “…” ‘…’ 1~2 pt
Japanska 「…」 『…』 (5)
Lettneska «…» „…“
Litháíska „…“ ‚…‘ «…» ‹…›
Norska «…» ‘…’ „…“ ‚…‘
Pólska „…” ‚…’ ² ⁴ «…» ²
Portúgalska «…» ‹…› “…” ‘…’ 0~1 pt
Portúgalska (Brasilía) “…” ‘…’ 0~1 pt
Rúmenska „…” «…»
Rússneska «…» „…“
Serbneska „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Slóvakíska „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Slóvenska „…“ ‚…‘ »…« ›…‹
Sorbíska „…“ ‚…‘
Spænska «…» “…” “…” ‘…’ 0~1 pt
Sænska ”…” ’…’ »…» ›…›
Sviss³ «…» ‹…›
Tyrkneska «…» ‹…› “…” ‘…’ 0~1 pt
Úkraínska «…» „…“
  1. Gæsalappirnar eru í lengri tilvitnunum endurteknar í byrjun hverrar línu.
  2. Inni í annarri tilvitnun.
  3. Í Sviss eru sömu gæsalappir notaðar í frönsku, þýsku og ítölsku.
  4. Sjaldgæfar.

Þýskar gæsalappir

breyta

Þýskar gæsalappir eru einnig notaðar í íslensku, búlgörsku og rússnesku.

Dæmi Unicode (í tugakerfinu) HTML Lýsing
‚O‘ U+201A (8218), U+2018 (8216) ‚ ‘ Einfaldar þýskar gæsalappir (hægri og vinstri)
„O“ U+201E (8222), U+201C (8220) „ “ Tvöfaldar þýskar gæsalappir (hægri og vinstri)

Gæsalappir í Word (í Windows)

breyta
  • Halda niðri Alt-takkanum og stimpla inn eftirfarandi númer
  • Opnunargæsalöpp („): Alt 0132
  • Lokunargæsalöpp (“): Alt 0147

Gæsalappir í Macintosh

breyta
  • Halda niðri Alt-takkanum og stimpla inn eftirfarandi
  • Opnunargæsalöpp („): Alt Ð
  • Lokunargæsalöpp (“): Alt Shift Ð

Heimild

breyta
  • Svar við „Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?“ á Vísindavefnum. Sótt 6. október 2005.

Tenglar

breyta