Tirkískt mál talað af um 3 milljónum í Túrkmenistan, þar sem það hefur opinbera stöðu, hlutum Kasakstan og Úsbekistan, einnig nokkuð í Íran, Afganistan, Pakistan og Írak.

Mállýskumunur er verulegur.

Málið var í öndverðu ritað með arabísku letri og á sér bókmentalega rithefð frá 14. öld. Latínuletur tekið upp 1927 en krátað niður með kirilísku letri frá 1940. Latínuletur endurupptekið 1991.