Steinþór Hróar Steinþórsson
Steinþór Hróar Steinþórsson (f. 9. desember 1984), einnig þekktur sem Steindi Jr. eða Steindi Junior, er íslenskur skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Hann er fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ. Hann var einn af leikurum Monitors í samnefndum þætti á Skjá Einum árið 2009. Í kjölfarið fór hann til Stöðvar 2 og var með þættina Steindann okkar og Steypustöðina.[1] Á sama tímabili bauð hann sig fram fyrir Vinstri Græn í Mosfellsbæ[2] en dró framboð sitt til baka eftir óánægju Stöðvar 2 um að vera dregin í stjórnmál.[3]
Steinþór Hróar Steinþórsson | |
---|---|
Fæddur | Steinþór Hróar Steinþórsson 9. desember 1984 |
Önnur nöfn | Steindi Jr. |
Störf |
|
Sjónvarp | |
Börn | 2 |
Árið 2019 gerði hann þáttaröðina Góðir landsmenn og í kjölfarið leikstýrði hann kvikmyndinni Þorsti með Leikhópnum X. Hann einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins FM95Blö sem eru á dagskrá á FM 957 á föstudögum. Hann hefur verið í þáttunum síðan 2014.
Ferill
breytaÁr | Verk | Hlutverk |
---|---|---|
2001 | Dramarama | Krakki í spilasal |
2007 | Veðramót | Björgunarsveitarmaður |
2010–2012 | Steindinn okkar | Ýmis hlutverk |
2011 | Okkar eigin Osló | |
2012 | Mið-Ísland | Glæpamaður |
Evrópski draumurinn | Hann sjálfur | |
2013 | Áramótaskaup 2013 | Ýmis hlutverk |
2014 | Afinn | Nökkvi |
2014–2015 | Hreinn Skjöldur | Hreinn Skjöldur |
2015 | Áramótaskaup 2015 | Ýmis hlutverk |
2016 | Ghetto betur | Hann sjálfur |
2017 | Asíski draumurinn | Hann sjálfur |
Undir trénu | Atli | |
PJ Karsjó | Hann sjálfur | |
Out of thin air | Geirfinnur Einarsson | |
2017–2018 | Steypustöðin | Ýmis hlutverk |
Hversdagsreglur | Aðstoðarmaður | |
2018 | Nýr dagur í Eyjafirði | Smiður |
Suður-Ameríski draumurinn | Hann sjálfur | |
2019 | Góðir landsmenn | Hann sjálfur |
Þorsti | Bróðir Huldu | |
2020 | Steinda Con | Hann sjálfur |
Amma Hófí | Smákrimmi | |
Eurogarðurinn | Andri | |
2020–22 | Rauðvín og klakar | Hann sjálfur |
2021 | Leynilögga | Svavar |
2021-2022 | Stóra sviðið | Hann sjálfur |
2023 | Óráð | Arnór |
Afturelding | Henrý |
Tilvísanir
breyta- ↑ Steindi komminn á Stöð 2[óvirkur tengill]
- ↑ „Steindi Jr. í framboð fyrir VG“. Vísir. 23. mars 2010.
- ↑ „Tekur grínið fram yfir pólitíkina“. Vísir. 25. mars 2010.