Evrópski draumurinn
Evrópski draumurinn voru Íslenskir sjónvarpsþættir, sýndir á Stöð 2 árið 2012 þar sem að Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon kepptust í því að ferðast um Evrópu. Þættirnir voru framhaldsþættir af Ameríska draumnum sem að var sendur út árið 2010. Í þættinum voru tvö lið, Steinunn, Auðunn og Steinþór og Gamli Gamli, Sverrir og Pétur. Nokkrar breytingar urðu síðan úr síðasta draumi, þar sem að Egill Einarsson og Vilhelm Anton Jónsson voru ekki í þáttunum.
Framhaldsþátturinn Asíski draumurinn var sendur út árið 2017 og Suður-ameríski draumurinn árið 2018.
Staða liða
breytaÞáttur | Áskorun | Stig við enda dags | Áfangastaður | Útsendingardagur |
---|---|---|---|---|
1 | Grafa Sveppa í strandinn á strönd | 62 | Alícante, Spánn | 29. júní 2012 |
2 | Fara í Real Madríd búninga í Barcelona | 116 | Barcelóna, Spánn | 6. júlí 2012 |
3 | Vera munkur og raka af sér hluta af hárinu | 176 | Narbonne, Frakkland | 13. júlí 2012 |
4 | Synda í síki | 228 | Feneyjar, Ítalía | 20. júlí 2012 |
5 | Fara á snjóbretti í Ölpunum | 268 | Innsbruck, Austurríki | 27. júlí 2012 |
6 | Fara nakinn í almenningsgarð þar sem að má vera nakinn | 350 | München, Þýskaland | 3. ágúst 2012 |
Þáttur | Áskorun | Stig við enda dags | Áfangastaður | Útsendingardagur |
---|---|---|---|---|
1 | Fara í MMA við heimsmeistara | 44 | Frankfurt, Þýskaland | 29. júní 2012 |
2 | Stýra skriðsdreka | 111 | Prag, Tékkland | 6. júlí 2012 |
3 | Fara í fallhlífarstökk | 158 | Búdapest, Ungverjaland | 13. júlí 2012 |
4 | Fá að skjóta úr riffli | 215 | Timișoara, Rúmenía | 20. júlí 2012 |
5 | Taka kynþokkafullar myndir með aðstoðar Ásdísar Ránar | 290 | Sófía, Búlgaría | 27. júlí 2012 |
6 | Fara í slöngu og músabað | 347 | Instanbúl, Tyrkland | 3. ágúst 2012 |
Pilla
breytaPilla er hindrun sem eitt lið getur sett á hitt liðið og liðið verður að safna stigum í þrjá klukkutíma. Pillurnar eru:
- Fara í búninga
- Fara í handjárn
- Fara í háhælaskó
Þáttur | Pilla | Lið |
---|---|---|
2 | Fara í búninga | Steinunn |
2 | Fara í handjárn | Gamli Gamli |
4 | Fara í háhælaskó | Steinunn |
5 | Fara í háhælaskó | Gamli Gamli |
Úrslit
breytaÍ úrslitinum þurftu bæði lið að gera þrautir víðsvegur um Amsterdam í Hollandi. En það mátti ekki hlaupa. Liðið sem kláraði fyrr þessar þrautir fékk 15 stig og vann keppnina.
Nr. | Þraut |
---|---|
1 | Pumpa í loftlaust dekk 30 sinnum |
2 | Fara í tréklossa og finna konu sem er yfir 180 cm að hæð |
3 | Taka ljósmynd af málverki eftir Van Gogh |
4 | Finna súlu á torgi og taka mynd af sér með henni |
5 | Fara í Vondelpark og finna Íslenska fánan (liðið sem finnur hann vinnur) |
Gamli Gamli unnu keppnina.